Leita í fréttum mbl.is

Höfum viđ gleymt vorum besta manni og stolti ţjóđar vorrar?

kolb12.jpgHöfum viđ ţá gleymt okkar besta manni, stolti ţjóđar vorrar? Hrćddur er ég um ţađ. Ekki hefi ég heyrt minnst á ritsnillinginn Jón Rithöfund, né séđ nafn hans á prenti, í fjölmörg ár. Ţađ er aungvu líkar en öll ţjóđin hafi sameinast um ađ láta sem hann hafi aldregi veriđ til. Hiđ sanna er, ađ Jón Rithöfundur er viđ bestu heilsu, Drotni sé lof, hérna megin grafar. Og ţó Íslendingar ţykist ekki muna eftir ţessu fyrrum ástsćla ţjóđskáldi voru er nafn hans á hvurs manns vörum í útlöndum ţar sem hann er elskađur og dáđur af ungum sem gömlum.

Ţađ ţókti stórviđburđur er fyrsta ljóđabók Jón Rithöfundar kom út, en fyrsta erindi hennar hefst á ţessum leiftrandi orđum: Kona mín er kroppinbakur međ klepra á vissum stöđum". Raunar er ţessi bók, sem ber nafniđ ,,Hjónabandsraunir mínar" einn stór ljóđabálkur, sem skáldiđ tileinkar eiginkonu sinni. Ljóđabók ţessi varđ ađ vonum ákaflega umdeild og brutust stundum út slagsmál á vertshúsum og á dansleikjum út af henni. Sumum ţókt sem Jón Rithöfundur gerđi heldur lítiđ úr konu sinni, ađrir vóru ţeirrar skođunar ađ kerlingarskömmin hefđi unniđ fyrir kviđlingunum međ fádćma ţrjósku sinni og subbuskap.

Jón Rithöfundur fylgdi svo sögu sinni eftir međ fleiri afburđa ljóđabókum, skáldsögum og leikritum. Ţađ kom ţví fáum á óvart ţegar ţetta lárviđarskáld vort fékk nóbelsverđlaunin fyrir fádćma andríki og stílbrigđi, sem ađeins ofurmenni hafa á valdi sínu. Um hríđ snobbuđu Íslendinga allt hvađ af tók fyrir nýfengnum nóbelsmanni og hann varđ tíđur gestur í veislum betri borgara landsins sem skriđu nú eins og rakkar fyrir fótum snillingsins. Svo gerđist ţađ dag einn, ađ nafni Jóns, Jón Bókmenntarýnir, skellir ţví framan í ţjóđina ađ kvćđastagl nóbelsskáldsins sé meira og minna eintóm helvítis lýgi og skítaskapur. Til dćmis fann Jón Bókmenntarýnir nafna sínum til foráttu, ađ hann hafi aldrei átt konu ţví allar konur hafi til ţessa ţókt mađurinn forljótur og fráhrindandi og međ túberađ kviđskegg, og ađ aungin kona međ ţokkalega sjálfsvirđingu hefđi lyst á ađ leggjast međ annarri eins skepnu, hvađ ţá ganga í hjónband međ ţessum aumingja. Féllu ţá allar stođir undan trúverđugleik ljóđabálksins ,,Hjónabandsraunir mínar". Og ţar međ hrundi orđstír Jóns Rithöfundar innanlands og hann gleymdist - sem betur fer, segja margir.


mbl.is Neitađi ađ virđa grímuskyldu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband