Leita í fréttum mbl.is

Í dag gjörđust Fransmenn gamansamir úr hófi fram

orđaAldrei hefi ég rekist á svo mikiđ sem snefil af gamansemi hjá Frökkum. Ţeir hafa hinsvegar birst öđrum íbúum heimsins sem samansúrrađ leiđindafólk, svo samansúrrađ, ađ fýlsvipurinn á helfrosinn á trýnunum á ţeim og augngotur ţeirra tómlegar lýsa alkuli. En nú ber heldur en ekki nýrra viđ. Í dag gjörđust Frakkar nefnilega gamansamir fram úr hófi og sćmdu spjátrunginn sem kallar sig Sjón heiđursorđu fyrir bókmenntir! Ţađ var ekki laust viđ ađ menn, og ţá ekki síđur konur, skelltu upp úr ţegar ţeim bárust fréttir af ţessari spaugsemi Frakka. Nú vćri út af fyrir sig ekkert ađ ţví ađ hengja dinglumdángl utan á Sjón ţenna, ţar til gripurinn vćri óţekkjanlegur frá venjulega jólatré; ţađ vćri bara gaman ađ ţví. En ađ hengja utan á hann glansandi pjátur fyrir bókmenntir kemur fólki bókstaflega til ađ svelgjast á af hlátri.

lesaJú, jú, Sjónarinn hefir gefiđ út bćkur, seiseijá. Margir ţeirra er lagt hafa sig niđur viđ ađ reyna ađ stauta sig fram úr ritvekum hans hafa oftar en ekki klórađ sér vandćđalega í hausnum og hryllt sig eins og ţeir vćru komnir međ lús eđa kláđamaur og kveđiđ upp ţađ úrskurđ ađ bókmenntaafrek Sjóns vćru álíka spennandi lesning og ónotuđu kvittanahefti eđa bara hreinn ljósritunarpappír. Og allir, sem lagt hafa í bókstafabúskap heiđursorđuhafans, eru innilega sammála um, ađ eini kosturinn viđ bćkur hans vćri hve stuttar ţćr eru. Samt hafa einungis innan viđ tíu prósent ţeirra sem hafiđ hafa lestur á bók eftir Sjón lokiđ viđ bókina, flestir hafa gefist upp sökum leiđinda og kjánahrolls áđur en komiđ var fram á tíundu blađsíđu.

En gasalega voru samt Frakkarnir fyndnir ađ hafa upp á Sjónaranum og heiđra hann fyrir nánast ekki neitt; ţađ hafa ekki allir hugarflug til ţessháttar skemmtidagskrár. Og eitthvađ af pípuhattaliđi var mćtt á skemmtunina og kímdu mikiđ og vel ţegar franski yfirgrínarinn stakk prjóninum í armanijakkann ,,skáldsins". En Sjón lét ekki slá sig út af laginu og sperrtist allur viđ og ţakkađi fyrir sig ađ hćtti fornmanna okkar og ljóđađi eftirfarandi kveđlingi á Fransmennina:

,,Eitt sinn át eg tígulgosann,
ţá var bjart viđ sjávarsíđuna.
Svo byrjuđu truflanir í meltingarfćrunum
og eitthvađ blautt laumađi sér í buxurnar.
Ţví segi eg: fuglar allir og fransós,
félega hafa hjarđsveinarnir brugđist oss." 


mbl.is Sjón sćmdur heiđursorđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband