Leita í fréttum mbl.is

Sá sem dvelur í skammarkróknum þarf herskip

herMikið þó djöfull eru þau virðuleg á myndinni, flotaforinginn mikli og fósturlandsins freyjan úr dómsmálaráðherra stólnum. Þegar skoðar er skilirí af þessu tagi fer maður ósjálfrátt að hugsa um stríð og sjóorrustur með eldblossum, púðurreyk og miklum fallstykkjum á breiðsíðum orrustuskipa. Og nú ætlar dómsmálaráðherra að færa flotaforingjanum herskip, fullbúið með rá og reiða. Skipherra á herskipið ætlar dómsmála ráðherra líka að skaffa, því hún mun leiða Stjörnusýslumanninn Stones úr skammarkróknum í dómsmálaráðuneytinu og á stjórnpall væntanlegs hersskips og bjóða honum að fara í stríð.
 
En til hvers að eyða ríkissjóðsaurum í herskip þegar best væri að leigja smákoppa af einkaaðilum til landhelgisgæslu. Það þarf vitanlega ekki að stór skip að sinna því sem ekkert er. En nú ku dómsmálaráðherra hyggja á landvinninga og víkingaferðir að fornum sið og til slíkra verka þarf herskip. Samkvæmt skipulagi og minnisblöðum ráðherra er áætlað að herja fyrst á Færeyinga og taka þessar Færeyjar af þeim, því Ísland þarfnast útvíkkaðs lífsrýmis. Þar næst kemur röðin að Shetlandseyjum og Orkneyjum og þær færðar undir Sjálfstæðisflokksinn á Íslandi.

davi_2_1244720.jpgÞannig má ljóst vera að mörg spennandi tækifæri eru í uppsiglingu á Íslandi, ekki aðeins dásamlegar jarðhræringar og eldgos, laxalúsaræktun noskra þorpara í íslenskum fjörðum og endalok og uppræting loðnustofnsins við Íslands, heldur eru virkir landvinningar komnir í alvöru á dagskrá stjórnvalda. Þá er vissulega fyrirhugað að fara í ábatasamar víkingaferðir austur í Eystrasalt og taka verðmæti í stórum stíl af bændakurfum þar um slóðir. Ekki síður verður spennandi að herja á Skotland, England og Írland og höggva þar mann og annan af þeirri hugprýði sem einkennir Sjálfstæðismenn íslenska að fornu og nýju. En meðfram hinum nauðsynlegu landvinningum í suðaustri þá mun eyjan Jan Mayen verða tekin herfangi og þar reist fangelsi hinnar íslensku ríkisstjórnar og endurhæfingarbúðir fyrir óvini Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Áslaug tilkynnti kaup á varðskipinu Freyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband