Leita í fréttum mbl.is

Helga Svera-Vaskafat náfrænka frú Ingveldar og Kolbeins. Minning.

fat_1244424.jpgUm leið og ég sá nafn konunnar, sem fréttin fjallar um, Helga Sverrisdóttir, þá datt mér strax í hug nafna hennar, Helga Svera. Helga Svera var eins og nafnið bendir til, gríðarlega sver, hreinasta bölvuð hlandsprengja að líkamsburðum. Stundum var Helga þessi kölluð Helga Vaskafat til aðgreiningar frá annarri Helgu sem líka var heldur en ekki foldgná. Áður en lengra er haldið vil ég enn og aftur taka fram, að Helga Sverrisdóttir í rakningateyminu er ekkert skyld eða tengd hinum Helgunum tveimur sem drepið hefir verið á.

Helga Svera-Vaskafat var hinsvegar náskyld og tengd sæmdarhjónunum frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni og hlaut í sinn hlut ýmsar sporslur sem sæmdahjónin réttu að henni. Nú til dags eru sporslur af þessu tagi kölluð spilling, auk fjölda annarra illra nafna. Nú, Helga Svera-Vaskafat þókt séð vel, undirförul, ágjörn og nokkuð siðlaus, því græddist henni fé og hún gjörðist talsvert rík. Um skeið átti Helga Svera-Vaskafat eiginmann, sem því miður entist illa. Hann andaðist í miðjum hvílubrögðum við konu sína, en hún greip svo þéttingsfast um mann sinn á þeirri stundu að hann hryggbrotnaði og lést þegar í stað.

Þegar Helga Svera-Vaskafat var orðin ekkja tók hún upp á reyna að ganga af sér spikið, en það var ekki auðhlaupið að því. Þetta voru hennar önnur mistök en jafnframt þau síðustu. Henni þókti ógn gaman, að ekki sé sagt ,,morsomt", að vappa um tún eyðibýla og átti þá til að taka lagið og syngja við raust. Í einni svona gönguferð varð Helga Svera-Vaskafat fyrir því óhappi að misstíga sig á skurðbakka og steypast eins og hvalur ofan í skurðinn. Að sjálfsögðu komst hin hlandsprengjulagaða kona ekki upp úr skurðinum, hvernig sem henni hugkvæmdist að fara að. Á skurði þessum var ræsi úr olíatunnum undir vegslóða sem lá yfir hann. Síðasta úrræði Helgu Sveru-Vaskafats var að reyna smjúga gegnum tunnurnar til að vita hvort ekki væri greiðara uppgangs hinumegin við. Er ekki að orðlengja, að Helga varð fljótt klossföst föst í ræsinu og komst hvorki aftur á bak né áfram. Verst var þó að ræsið stíflaðist alveg við komu veslings konunnar inn í það og fylltist það brátt af ísköldu mýrarvatni. Þar drukknaði Helga Svera-Vaskafat, náfrænka og stórvinkvendi frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar. Þessi knáa og stórfenglega kona fannst ekki fyrr en vorið eftir og varð þá að sprengja ræsið með dýnamíti til að ná henni. Og það var sprenging sem lengi verður í minnum höfð. Ha?? Jájá, sona var þetta og öðruvísi ekki ... Ekki er vitað til að Helga hafi orðið nokkrum manni harmdauði.


mbl.is Setti líf fólks á hvolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband