Leita í fréttum mbl.is

Rothöggið sem gjörði útaf við Dag og Holu-Hjalla

x14Þá eru Dagur og Holu-Hjalli endanlega búnir að vera. Höggið sem ,,Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS)" greiddi þeim paurunum í kvöld var svo þungt að minnstu mátti muna að þeir sópuðust ekki alla leiðina til Blálands. Og svo eru þeir rænulausir, að fái þeir meðvitund aftur munu þeir ekki skilja orð í íslensku, en mæla af munni fram í belg og biðu á tyrknesku. Og allt var þetta út af Borgarlínunni, sem nú heyrir sögunni til; hún brotnaði nefnilega í þúsundir mola við kjaftshöggið sem ÁS. greiddi samfylkingamormónunum úr Samfylkingunni. Þetta var alltso högg sem talandi er um og vert er að muna.

Áður en kom að náðarhögginu hafði ungfrú Vigdís Hauksdóttir reytt mest allt fiðrið af fuglunum og slitið af þeim flugfjaðrirnar. Í þessum töluðum orðum, gengur maður undir manns hönd við að fjarlægja borgarstjórnarmeirihlutann og koma honum þar fyrir sem hann verður ekki til vandræða og óþrifa. En í fyrramálið mun ÁS. bretta upp ermarnar og hefja framkvæmdir við fimm sinnum ódýrara hraðvagnakerfi en Borgarlínuna. Í annálum verður Borgarlínunnar minnst í kaflanum um ,,heimskulegar hugmyndir og fáfræði" sem allir munu hlæja að.

En þar eð Indriði Handreður hefir tekið að sér ráðgjafastarf fyrir Samfylkinguna má telja fullvíst, að saga hennar verður afmáð frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Hvergi verður nefnt að Samfylkingin sé fullgildur Hrunsflokkur, sem gjörði miðbæ Reykjavíkur að skrípalingabæli fyrir eiturætur og flækinga, þrengdi götur, hljóp eins og undirgefinn rakki fyrir verktaka og glæframenn af Hrunsættinni, gjörði upp braggaræksni fyrir milljonir, gróðursetti pálmatré í garði Vigdísar Hauks, og ætlaði að ryðja öndvegisflugvelli út í sjó svo braskararnir fengju nú meira lífsrými. Já, Indriði Handreður gerir sér glögga grein fyrir að Samfylkingin getur ekki farið með sína fortíð í kosningar meir; ef hún gerði það mundi þessi flokksgarmur þurrkast út og verða gjaldþrota og lenda í skuldafangelsi. Í stað hinnar afmáðu fortíðar mun Samfylkingin gera sér far um að innlima ÁS. í flokkinn og fá Jón Baldvin og Sighvat í framboð. Hvað um gellurnar verður, sem vóru í meirihluta með Degi og Holukarlinum, má Fjandinn einn vita, því oss varðar sem minnst um allar þessháttar drósir, hvort heldur er í bráð bráð eða lengd.    


mbl.is Leggja til mun ódýrari lausn en borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband