Leita í fréttum mbl.is

Bruđl, óráđsía, svall - og súpa sođin ađ Ţingvöllum

ingv9_1241807.jpgBölvađ ekkisins bruđliđ alltaf ţarna á Ţingvöllum. Nú ćtla ţessir óráđsíugemsar, Ţingvallanefnd eđ hvađ ţađ nú heitir, ađ fylla allt af kömrum ţarna, eins og ekki sé nógu gott fyrir ţessa fáu flćkinga sem villast ađ Ţingvöllum ađ skíta í Öxará eđa bara beint í Ţingvallavatn. Fyrst hćgt var ađ drekkja kvensniptum í Öxará í gamla daga geta landshornasirklar og landafjandar gert sér ađ góđu ađ kukka í bölvađan lćkinn.

Einstaka sinnum hafa ţau góđu sćmdarhjón fariđ í útileguleiđangur til Ţingvalla og einatt haft međ sér gott föruneyti. Fyrir um fjéregtíu árum fóru ţau ásamt Brynjari Vondulykt, Indriđa Handređi, Máríu Borgargagni, Óla Apaketti á stuttbuxunum og Sigurveigu heitinn Drćsu, sem ţá var í fullu fjöri, fótgangandi úr Reykjavík austur til hins forna ţingstađar, hvar Jónas nokkur vildi endurreisa Alţingi á nítjándu öld. Ţau fóru fótgangandi og lá leiđin um Mosfellssveit og upp Mosfellsdal. Ađ Gljúfrasteini áđu ţau í bifreiđastćđi skáldsins, lyftu pyttlum og pelum og sungu ,,Öxar viđ ána" af slíkri raust ađ skáldiđ rauk upp međ andfćlum og rak komumenn eins og sauđfé úr túni og beitti á ţau rakka sínum blóđgrimmum. Upp á Mosfellsheiđi hreppti ferđaflokkurinn svartaţoku og villtist út og austur heiđina í tvo sólarhringa, en ţá birti til.

Á Ţingvelli komu frú Ingveldur og ţau hin ađ kveldi dags og slógu upp tjöldum. Ţegar ţví var lokiđ hófst eins og hendi vćri veifađ upp stórdrykkja og voru drukkin minni ţeirra fornkappa, sem hópnum rak minni til ađ uppi hefđu veriđ. Ţá búiđ var ađ drekka í minning allra ţeirra Grettira, Gláma og Njála upp aftur og aftur, ruddust Kolbeinn og Indriđi Handređur eins og građneyti inn í tjald tveggja franskra hjóna og gjörđu sér ţar dátt viđ heimafólk, en Vondalyktin hafđi komiđ sér fyrir hjá alrćmdu allragagni, sem fyrir slysni lá viđ í tjaldi á völlunum. Hinsvegar leituđu frú Ingveldur og Borgargagniđ ásta hjá Óla Apaketti, en komust brátt ađ raun um ađ lítiđ gagn var af ţeim pilti til hvílubragđa og slógu hann ţví í rot og drógu hann buxnalausan úr tjaldi og lögđu til á árbakkanum. Um morguninn fćrđi Kolbeinn frú Ingveldi nćrbuxur beggja franshjónanna og bauđ henni ađ sjóđa af ţeim súpu, sem hún og gjörđi og hafđi út í fáeinar gulrćtur og hnefafylli hrísgrjóna. Var súpan etin í hádeginu og gjörđur góđur rómur ađ. 


mbl.is Ný gönguleiđ í hjarta ţinghelginnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband