Leita í fréttum mbl.is

Bruðl, óráðsía, svall - og súpa soðin að Þingvöllum

ingv9_1241807.jpgBölvað ekkisins bruðlið alltaf þarna á Þingvöllum. Nú ætla þessir óráðsíugemsar, Þingvallanefnd eð hvað það nú heitir, að fylla allt af kömrum þarna, eins og ekki sé nógu gott fyrir þessa fáu flækinga sem villast að Þingvöllum að skíta í Öxará eða bara beint í Þingvallavatn. Fyrst hægt var að drekkja kvensniptum í Öxará í gamla daga geta landshornasirklar og landafjandar gert sér að góðu að kukka í bölvaðan lækinn.

Einstaka sinnum hafa þau góðu sæmdarhjón farið í útileguleiðangur til Þingvalla og einatt haft með sér gott föruneyti. Fyrir um fjéregtíu árum fóru þau ásamt Brynjari Vondulykt, Indriða Handreði, Máríu Borgargagni, Óla Apaketti á stuttbuxunum og Sigurveigu heitinn Dræsu, sem þá var í fullu fjöri, fótgangandi úr Reykjavík austur til hins forna þingstaðar, hvar Jónas nokkur vildi endurreisa Alþingi á nítjándu öld. Þau fóru fótgangandi og lá leiðin um Mosfellssveit og upp Mosfellsdal. Að Gljúfrasteini áðu þau í bifreiðastæði skáldsins, lyftu pyttlum og pelum og sungu ,,Öxar við ána" af slíkri raust að skáldið rauk upp með andfælum og rak komumenn eins og sauðfé úr túni og beitti á þau rakka sínum blóðgrimmum. Upp á Mosfellsheiði hreppti ferðaflokkurinn svartaþoku og villtist út og austur heiðina í tvo sólarhringa, en þá birti til.

Á Þingvelli komu frú Ingveldur og þau hin að kveldi dags og slógu upp tjöldum. Þegar því var lokið hófst eins og hendi væri veifað upp stórdrykkja og voru drukkin minni þeirra fornkappa, sem hópnum rak minni til að uppi hefðu verið. Þá búið var að drekka í minning allra þeirra Grettira, Gláma og Njála upp aftur og aftur, ruddust Kolbeinn og Indriði Handreður eins og graðneyti inn í tjald tveggja franskra hjóna og gjörðu sér þar dátt við heimafólk, en Vondalyktin hafði komið sér fyrir hjá alræmdu allragagni, sem fyrir slysni lá við í tjaldi á völlunum. Hinsvegar leituðu frú Ingveldur og Borgargagnið ásta hjá Óla Apaketti, en komust brátt að raun um að lítið gagn var af þeim pilti til hvílubragða og slógu hann því í rot og drógu hann buxnalausan úr tjaldi og lögðu til á árbakkanum. Um morguninn færði Kolbeinn frú Ingveldi nærbuxur beggja franshjónanna og bauð henni að sjóða af þeim súpu, sem hún og gjörði og hafði út í fáeinar gulrætur og hnefafylli hrísgrjóna. Var súpan etin í hádeginu og gjörður góður rómur að. 


mbl.is Ný gönguleið í hjarta þinghelginnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband