Leita í fréttum mbl.is

Hálfdán stjórnađi húsleitunum og í ţeim fannst margt óvćnt

pol2Af og til rýkur lögreglan upp eins og nađra og verđur inn til fólks og snýr ţar öllu á hvolf. Í morgun var Hálfdáni Varđstjóra og hans mönnum sigađ út í húsleitir á höfuđborgarsvćđinu og vóđu ţeir sem ein građneyti inn í íbúđir hjá missaklausum borgurum. Hálfdán og ţeir gengu hreint til verks, undir hinu frćga áróđursslagorđi Sjálfstćđisflokksins, ,,göngum hreint til verks". Í einni íbúđinni fór húsmóđirin ađ gráta viđ komu varđsveitarinnar, en ţađ háttarlag konunnar fór um of í taugarnar á Varđstjórnum og hann ţreif til kerlu, lagđi hana á kné sér og flengdi hana ţar til hún hćtti ađ grenja. Í annarri íbúđ rak Hálfdán Varđstjóri húsráđanda á ranann vegna óviđeigandi athugasemdar hans um innrás varđsveitarinnar.

Í ţriđju íbúđinni fundu lögreglumennirnir alţingismann, jakkafataklćddan skúnk í órćđu ástandi. Hálfdán spurđi spurđi hranalega hvurn djöfulinn hann vćri ađ ţvćlast í ţessum stađ og svarađi alţingismađurinn ţví til ađ hann hefđi bara komiđ hér viđ til ađ fá sér molasopa áđur en hann fćri í ţingiđ. Hálfdán Varđstjóri afréđ undir eins ađ handtaka alţingismanninn og lét menn sína leggja hann í járn og bera hann út í lögreglubifreiđ. Í sömu íbúđ fundu ţeir einnig sérkennilegar töflur og duft í stauk sem stóđ á eldhúsborđinu. Svo rifu ţeir allt innanhúss sem hćgt var ađ rífa og fóru međ beittar ísaxir á ţvottavélina, steikarofninn og uppţvottamaskínuna. Rafmagnstöflunni í forstofunni gjörđu ţeir sömu skil, en ţá fór rafmagniđ af íbúđinni og raunar allri götunni og nćstu götu viđ. Sá er hjó rafurtöfluna fékk yfir sig eldglćringar og rafstraum í sig og lagđist viđ ţađ í gólfiđ.

dog3Í fjórđu íbúđinni fann Hálfdán Varđstjóri óvćnt berrassađan kaupsýslumann uppi í rúmi hjá húsmóđurinni, en bóndi konunnar var víđsfjarri, farinn í vinnuna ađ sögn. Ţessi óţverrahjú lét Hálfdán fara međ beint á lögreglustöđina og lćsa ţau inni, klćđalaus og hágrátandi. Í ţessu húsi gjörđi Hálfdán upptćk allrahanda kyndug kynferđisverkfćri í miklu magni, smyglbrennivín og og sjö byssur, riffla haglara og eina skammbyssu, sem eigandinn hafđi auđsjáanlega notađ til ađ aflífa hundtík, ţví litmynd af ţví atviki hékk í ramma uppi á vegg í búrinu. Í ţessari matvćlageymslu fannst líka dós af vítissóda og salmíakspíritus og ţókti ţá Hálfdáni bera vel í veiđi ţví nú vćri hann líklegast búinn ađ upplýsa hver framiđ hefđi eiturmorđin frćgu, sem lögreglan hafđi gefist upp viđ fyrir ţremur árum. Alls voru sextán manns handteknir og haldlađgir í ađgerđ Hálfdáns Varđstjóra í morgun, en nóg um ţađ ađ sinni.    


mbl.is Fjórir handteknir og húsleit á sex stöđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband