Leita í fréttum mbl.is

Sagan af ţremur píkum, morđi og fjórum leynilögreglumönnum

pess1Fyrst minnst hefir veriđ á skođanakönnun er ekki úr vegi ađ rifja upp eins og eina sérstaka sögu frá síđustu öld, sem var allt í senn dularfull, lygileg og sorgleg. Ţannig var, ađ í sjávarţorpi einu á landsbyggđinni var upp kvittur ţess efnis, ađ ein af yngri konum ţorpsins vćri ekki ađeins međ eins píku, svo sem venja er, heldur ţrjár. Ţetta var allt mjög vandrćđalegt og sveitarfélagiđ skammađist sín niđur í tćr. Ţó var engin örugg stađfesting fyrir píkunum ţremur, en samt var tćplega tvítug stúlka grunuđ um ađ vera hin seka. Svo kom strákdjöfull úr öđrum landshluta í ţorpiđ til ađ vinna ţar á vertíđ. Fljótt fékk hann ađ heyra fyrrnefndan orđróm um hneyksliđ og veđrađist allur upp og lýsti yfir ađ hann skyldi komast ađ hinu sanna áđur en vertíđin vćri á enda.

AlkiSvo fór piltur ađ stíga í vćnginn viđ stúlkuna sem orđrómurinn beindist ađ. Hann fór vel ađ, ţví ţetta laginn kvennamađur sem kunni ađ koma fram viđ stúlkur af fullkominni háttvísi. Á miđri vertíđ var hann farinn ađ venja komur sínar á heimili hennar og stuttu síđar var hann kominn upp til hennar. Ađ vonum fékk fékk drengurinn áreiđanlegt yfirlit yfir máliđ og varđ ţegar í stađ manna fróđastur um miđvígstöđvabúskap stúlkunnar, sem sögđ var međ ţrjár píkur. Ţetta var fyrir ţann tíma ţegar kvensniptir á Íslandi fengu píkuna á heilann og fóru ađ halda málverkasýningar međ eintómum píkumyndum og fremja stórvefnađ međ sama myndefni. Hiđ nćsta í málinu var ađ strákurinn tók sig til ţegar allir voru ađ snćđa hádegisverđ í mötuneytinu í frystihúsinu, og lýsti sérkennum heitkonu sinnar í smáatriđum. - Já já,sagđi hann, - hún er međ ţrjár, eina ţar sem píkan er vön ađ vera, ađra hćgramegin viđ hana í náranum og ţá ţriđju í náranum vinstramegin viđ miđdjásniđ. Og ţćr eru allar virkar og ţá hún kastar af sér vatni lekur á öllum. 

fallŢetta ţókti á flestum stöđum góđ tíđindi og í ţorpinu óx piltur mjög í áliti. En ekki allsstađar ţó. Morguninn eftir kom annađ hljóđ í strokkinn, ţví ţá fannst hinn efnilegi kvennamađur dauđur í snjóskafli fyrir neđan ađalgötu stađarins. Hann hafđi víst veriđ ađ koma frá ástkonu sinni ţegar andlát hans bar ađ höndum. Ţetta var morđ, um ţađ var ekki ađ villast, ţví engin spor bentu til ađ hann hefđi stokkiđ út í skaflinn og beđiđ bana; sennilega hafđi honum veriđ fleygt af bifreiđarpalli eftir ađ búiđ var ađ myrđa hann. Rannsókn leiddi ekkert í ljós, nákvćmlega ekkert. Fjórir leynilögreglumenn úr höfuđstađnum voru sendir til ađ kanna hvađ gerst hafđi. Ţrem vikum síđar voru tveir af ţessum fjórum sendir aftur suđur, ţví ţeir höfđu fljótlega eftir komu sína tekiđ upp ţann óviđkunnanlega siđ ađ fara ađ halda viđ giftar húsmćđur á stađnum. En ţegar ţeir voru farnir fengu ţeir tveir er eftir voru aungvann friđ fyrir konunum sem tapađ höfđu friđlum sínum; ţćr áreittu ţá stöđugt uns ţeir féllu líka í synd. Ţess lauk ţegar karlar kerlinganna komu heim af sjónum og sáu hvers kyns var og börđu leynilögreglumennina tvo til óbóta. Síđan hefir ekki veriđ minnst á ţrjár píkur, myrtan vertíđarpilt eđa kynóđa leynilögreglumenn í ţorpinu, en allt gengiđ sinn vana gang.


mbl.is Könnun: Miđflokkurinn nálćgt ţví ađ detta af ţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband