Leita í fréttum mbl.is

Draumur ráðsmannsins

xbÞað getur ekki verið rétt eftir haft, að Sigurður Ingi, ráðsmaður gömlu Framsóknarmaddömunnar í Framsóknarfjósinu, hafi sagt: ,,við verðum að spýta í lófana." Í Framsóknarfjósinu taka menn svo til orðað þegar taka þarf á, ,,að nú þurfi þeir aldeilis að skíta í lófana." Og vér erum handviss um að SigIngi ráðsmaður hefir talað um að skíta í lófann þegar hann var í viðtali hjá fjölmiðlungum. 

Einnig hafa þeir eftir SigInga, að eftirsjá sé að griðkonunni Silju Dögg Gunnarsdóttur, sem árum saman hefir setið eins og klessa á Alþingi til þess eins að hirða kaup fyrir ómakið og samþykkja allt í þinginu sem við kemur stórgróðaleiðangri Bjarnaben og hans huppa. Það gengur náttúrlega glatt hjá Bjarnaben og samherjum; lygin blómstrar, hinn eftirsóknarverði ójöfnuður vex hröðum skrefum og þjófnaðaraldan undir merkjum nýfrjálshyggju og einkavæðingar rís og ber við himin. 

hundurUndanfarið hefir SigInga ráðsmanni í Fjósinu dreymt herfilega illa á hverri nóttu. Er nú svo komið að hann er orðinn fram úr hófi taugaveiklaður og stundum hreint hálf-geggjaður á morgnana. Er gamla Framsóknarmaddaman farin að huga að því að fá sér nýjan ráðsmann því henni gest ekki að því að SigIngi sturlist einn morguninn og geri eitthvað alvarlegt af sér. Eina nóttina dreymdi hann til dæmis, að hann hefði hafnað ofan í gamalli mógröf, hálffullri af vatni og úldnum hundsskrokkum. Þennan ófögnuð dreymdi karlangann alla liðlanga nóttina og honum var jökulkalt allan daginn eftir og óbragðið af hinum látni hundum ætlaði aldrei úr munninum á honum. 


mbl.is „Við verðum að spýta í lófana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband