Leita í fréttum mbl.is

Hinir siđlegu og óháđu fjölmiđlungar

rat4Brutu og brutu, ţađ er spurningin. Ć. ég held ţađ sé best ađ ţessir siđlegu blađa- og fréttamenn eigi ţá spurningu viđ sjálfa sig, en umfram allt eiga ţeir ađ velta fyrir sér hvort ţér séu yfirleitt nokkuđ siđlegir. Hvađ međ drjólann, sem ćtlađi ađ gera út flugumann međ faliđ segulband á fund ţingmanns Sjálfstćđisflokksins til ađ leiđa hann í gildru og helst ađ hafa af honum ćruna ef vel tćkist til? Getur veriđ ađ ţessháttar blađamađur sé heiđarlegur eđa siđlegur? Sá tiltekni rannsóknablađamađur og siđferđispostuli hefir ađ manni skilst veriđ trommađur upp sem sérlega siđvćddur og ţar međ fram úr hófi siđlegur fréttamađur, gott ef hann er ekki verđlaunađur og kominn í frambođ hjá ótrúlega siđfáguđum stjórnmálaflokki. Forgangsspurningin í ţessum efnum er hvort blađa- og fréttamađur sé raunverulega siđlegur eđa siđlaus, jafnvel siđblindur. Svari hvur fyrir sig sem máliđ varđar.

Svo eru ţađ blađa- og fréttamennirnir sem láta mjög af ţví hvađ ţeir eru óháđir og fjölmiđillinn ţeirra gríđarlega og gífurlega óháđur. Nú er ţađ svo međ fjölmiđla, ađ ţeir eru alltaf í eigu einhverra og ţeir sem starfa viđ ţá eru bundnir í báđa skó gagnvart ţessum eigendum. Fyrir nú utan ađ hvađ veslings fjölmiđlarnir og blađamenn ţeirra eru háđir péníngum og auđvaldi og oftar en ekki einhverjum stórgeggjuđum stjórnamálaflokkum í ţokkabót.

Og fyrst umrćđan hefir komist á ţetta stig, er ekki nema sjálfsagt ađ minnast ţess, ađ óheiđarlegir blađa- og fréttamenn eru skađrćđi og sérdeilis óţrifnađur fyrir samfélagiđ. Eitt af helstu einkennum hinna merku blađa- og fréttamanna okkar, sem skreyta sig eins og jólatré međ óhćđi og rannsóknastörfum, er notkun ţeirra á fyrirbrigđinu sem Ţórbergur Ţórđarson kallađi ruglandi. Vísvitandi ruglandi fjölmiđlunga, einkum varđandi umfjöllun ţeirra um samfélagsmál, er nánast undantekningalaus, og er vitanlega til ţess ćtluđ ađ afvegaleiđa umrćđuna, villa viljandi um fyrir fólki. Markmiđ slíkra óţokkabragđa eru trúlega álitin, af ţeim sem ţau nota, til hagsbóta fyrir vafasaman málstađ eigenda fjölmiđlanna og fyrir fjölmiđlunganna sjálfa, sem eru löngu keyptir og seldir á markađstorgi kapítalismans, ómennskunnar og óheiđarleikans.


mbl.is Hvorki Ingibjörg né Kristín Arna braut siđareglur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í hnotskurn
Hér áđur fyrr las mađur Morgunblađiđ, Ţjóđviljann og Tímann

og vissi nákvćmlega hvađan vindurinn blés

Í dag ţá eru alskyns "fréttir" og mađur hefur enga hugmynd um hvađa hagsmunir liggja ađ baki skrifunum

EN í dag geta ALLIR tjáđ sig 

Grímur Kjartansson, 6.7.2021 kl. 19:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband