Leita í fréttum mbl.is

Nú er leitađ ađ hálshoggnu fólki

gap_1268360.jpgEkki veit ég hvađa frambjóđandi, né hverjum flokki hann heyrir til, ţessi náungi sem vafrađi um höfuđborgina í morgun međ blóđugt lagjárn í lúkunum. Ţetta var víst ekki venjulegur hnífur sem karlinn otađi framan í samborgara sína, heldur var um ađ rćđa flugbeitta sveđju, sem alla jafna er ekki brúkuđ til annarra hluta en ađ hausa ţorskfiska. En er ekki vitađ hvađan blóđtaumarnir eru, sem láku af sveđjunni og sveđjumanninum, en leit ađ afhausuđu fólki stendur yfir og er mikill viđbúnađur í höfuđvígstöđvum lögreglunnar og ríxlögreglustjórinn kominn á vettvang í fullum skrúđa.

Ţađ var Hálfdán Varđstjóri sem gekk á hólm viđ blóđugan varginn, snöri hann niđur, afvopnađi og tók hann undir hendina eins og hvolp og tróđ honum inn í lögregluvagninn, ţar sem kauđi var umsvifalaust lagđur í járn. Ţá Hálfdán hafđi yfirheyrt fangann á lögreglustöđinni setti hann manngarminn í gamla gapastokkinn frammi á stigapalli framan viđ varđstofuna og bauđ lögregluprjónunum ađ hreyta ónotum í hann.

hogg.jpgEftir hádegi fór fjölmenn sveit lögreglumanna, ásamt Hálfdáni Varđstjóra, ađ leita myrtra manna, hálshogginna, og fóru hús úr húsi. Niđur á Granda fundu ţeir ţrjá hauslausa máva, en í hćnsnakofa ađ húsabaki vestur í bć, lágu níu varphćnur, sem greinilega höfđu mátt sćta ţví hafa veriđ gerđar höfđinu styttri. Já. Húsráđendur, illilegt fólk og geđstirt, spurđu Hálfdán Varđstjóra hvern fjandann honum kćmi hćnsnin ţeirra viđ og hvađa hann varđađi um hvort púturnar vćru međ hausinn á eđa ekki. Nú, Hálfdán snöggreiddist ókurteisi hjónanna og hófst ţegar handa viđ ađ berja ţau ţarna í anddyrinu. Nú sitja ţau í fangaklefanum, hágrátandi, og sleikja sár sín. 


mbl.is Blóđugur mađur međ hníf í miđbćnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband