Leita í fréttum mbl.is

Hún er náfrænka hennar og reykti nakin á gangstéttinni í gærkveldi

ingapu2Ekki má seinna vera en núna strax að taka í taumana ef ekki á illa að fara. Til dæmis í gærkveldi, þá fór náfrænka frú Ingveldar, hún Ingapu út að reykja, en þótt skömm sé frá að segja, þá reykir þessi bíræfna kvenmannsmynd ennþá. En hvað um það, Ingapu fór sem sagt út að reykja sér vindling í gærkveldi og ekki bjóst neinn við neinu fjaðrafoki út af því. En hvað haldið þið? Í mesta lagi tuttugu mínútum eftir að Ingapu brá sér út glumdi við sírenuvæl úr öllum áttum og blikkljós lögreglu- og sjúkrabifreiðanna lýstu up kvöldhimininn. 

Það hafði þá gerst, skömmu eftir að Ingapu kveikti upp í vindlingi sínum, að hana greip áköf löngun að afklæðast þar á gangstéttinni. Þetta sást úr næstu húsum og særði blygðunarkennd nágrannanna. Húsfreyjan á annarri hæð, beint á móti Ingupu, varð öll einkennileg innan um sig og óviðurkvæmilegir lesbískir tendensar fóru eins og skruggugangur um taugakerfi hennar, sem hafði verið viðbúið svona upplifun.

Þegar lögreglan kom á staðin, var Ingapu orðin fullberrössuð og búin að kveikja sé í öðrum vindlingi og blés nú tóbaksreyknum frá sér með alvöruþrungnu búkhljóði. -Þér eruð nakin, frú!, æpti fyrsti lögregluþjónninn sem að kom að Ingupu. Þetta var ung kona og lögregluhúfan á höfði hennar minnti á taðklessu, ef ekki hreint og beint á manna. - Þér eruð líka nakin, svarði Ingapu, og það var festa í röddinni. Lögreglukonan leit í fáti niðrum sig og hélt fyrst að hún hefði gleymt að fara í buxurnar áður en hún fór í útkallið. (Hún hafði verið afsíðis hjá Hálfdáni Varðstjóra þegar kallið kom). Henni sýndist hún sjá ljósleitan blett á stærð við hrákaslummu á öðrum skónum sínum. Lögreglukonunni sortnaði fyrir augum og síðan féll hún í yfirlið, eða öllu heldur kom transið yfir hana og hún hóf að tala tungum þar sem hún lá á gangstéttinni fyrir fótum Ingupu, sem enn var nakin og var að reykja sér vindling í svalandi kveldhúminu.  


mbl.is Segja umræðuna erfiða en vert að taka hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband