Leita í fréttum mbl.is

Hvernig síra Baldvin kvađ niđur heimilisofbeldi í sóknum sínum

grénjirŢegar síra Baldvin tók viđ embćtti í Stađarsóknum og Gemlufallaprófastsdćmi var mikiđ um heimilisofbeldi ţar um slóđir. Heimilisfeđurnir voru slćgir og konur ţeirra lúmskar og illskeyttar ţegar út í harđan leik var komiđ. Fyrst laugardagskveldiđ er síra Baldvin var á stađnum kom hann ţar ađ sem nokkrir fílefldir og tröllslegir lögregluţjónar voru ađ bisa viđ ađ koma bandvitlausum húsbónda út í lögreglu bíl og í kjölfar ţeirra báru sjúkramenn húsfreyjuna í öngviti á börum út um dyr heimilisins, en inni á gangi grétu börnin sem brjáluđ vćru og rödd ţeirra minnti á ráma og gráđuga hrafnsunga. Síra Baldvin sá strax ađ hann var kominn međal illmenna og hrotta og hugsađi sér ţarna á stađnum gott til glóđarinnar ađ lćkka rostann í ţessum óguđlegu djöflum sem byggđu prestakalliđ.

Daginn eftir voru óđi heimilisfađirinn og rotađa húsmóđirin komin heim, rytjuleg, bćđi međ glóđaraugu, hún eftir manninn en hann eftir lögregluna, og ţađ var daufur heimilisbragurinn ţá stundina. En varla voru umrćddir húsráđendur komnir aftur heim en bankađ var upp á hjá ţeim og fyrir dyrum stóđ risavaxinn mađur, sorglega illilegur á svip, svartur í augum og međ ţćr alstćrstu höndur sem sést höfđu á nokkrum manni. Ekki hafđi risinn neinar vöflur á, heldur vóđ inn í hjónaherbergi, reif húsbóndann fram úr og dró hann í stofu ţar sem hann kaghýddi kauđa fyrir augunum á blessuđum börnunum. Fljótt kom konan á vettvang og ćtlađi ekki ađ trúa sínum eigin augum er hún leit bónda sinn í krumlum risans. Svo féll hún á kné og vegsamađi Guđ fyrir ađ hafa sent alminnilegan mann á vettvang til ađ typta hinn vonda og lítilsiglda húsbónda, sem gjörđi sér ađ ljúfum léttum leik, er hann var drukkinn, ađ grćta börnin og berja eiginkonuna, oftast nćr til ólífis.

Nćstu vikur hafđi síra Baldvin í nógu ađ snúast viđ ađ taka í lurginn á sóknarbörnunum og lćgja öldurnar uns honum hafđi tekist ađ koma skikk á hlutina. Hann tók upp skyldumćtingu í messur og ţar lét hann hinn villta lýđ heyra ţađ, sem ţađ hafđi aldrei heyrt áđur viđ guđsţjónustur. Nokkur ruddamenni í prestakallinu vildu ekki gangast undir ţann aga sem hinn nýi sóknarprestur bauđ ţeim og drukku sig fulla og sátu fyrir síra Baldvini er hann fór í kveldgöngu sína um ţorpiđ. Ţađ er í eina skiptiđ sem hvarflađ hefir ađ mönnum ađ bekkjast viđ ţennan guđsmann á ţann hátt. Ekki var nóg međ ađ síra Baldvin marg-hlćđi ţeim í götuna og rotađi ţá hvurn af öđrum, heldur bannfćrđi hann ţrjótana strax nćsta dag viđ sérstaka athöfn í höfuđmusteri prestakallsins, sem hann bođađi til morguninn eftir. Ţar međ voru ribbaldarnir burtrćkir úr samfélagi siđađra manna og guđsbarna og seldir Djöflinum á vald. Međ ţessu móti, já og međ ýmsum öđrum kröftugum međulum, hefir síra Baldvini tekist á undraverđan hátt ađ halda uppi kristilegum aga í sóknum sínum.  


mbl.is Einn handtekinn og annar eftirlýstur vegna heimilisofbeldismála
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband