Leita í fréttum mbl.is

Skarað í kulnaðar glæður Eflingar eftir botthlaup kattarins í sekknum

efling2Gott er að skuli vera að lifna örlítið yfir Eflingu. Nú eru eignirnar farnar að tilkynna framboð í belg og biðu og aunginn veit hvað upp úr stendur flugvallarsnótin eða Gröfu-Gvendur. En eitt er víst og það er það, að Bandaríkja-Sólveig og Amríku-Viddi hrukku fyrir eigin tilverknað fyrir borð og verður ekki bjargað úr þessu. Þetta var ansans ári snautleg ferð hjá Bandaríkja-Sólveigu, en við verðum að vona að henni líði undur vel með að hafa brugðist hinum óbreytta félagsmanni jafn herfilega og raun hefur borið vitni og svona fór um sjóferð þá.

Hins vegar er því miður ekki hægt að átta sig á fyrir hverja frambjóðendurnir tveir eru að bjóða sig fram. Er Gröfu-Gvendur frambjóðandi skrifstofunnar, eða er það flugvallarsnótin? Það er nú spurningin. Mér er alla vega sagt af innanbúðarpersónu, ef persónu skyldi kalla, að annar frambjóðandinn sé gerður út af skrifstofuliðinu á Eflingakontórnum, en hinn gangi erinda stjórnarinnar, sem sé leifanna af stjórn Bandaríkja-Sólveigar, Amríku-Vidda og hálfbrjálaða klansins á Gunnarsmárahælinu. Nú er að sjá hvort þriðji frambjóðandinn gefur sig ekki fram fyrir hönd verkafólksins í Eflingu, því fyrrgreindir tveir framboðsaðilar eru í allt öðrum leik en stéttarbaráttu og verkalýðsmálum.

Það var nú assgoti skemmtilegt að sjá þegar Bandaríkja-Sólveig hljópst veinandi og gargandi frá öllu sem hún hafði verið kjörin til í Eflingu og verkalýðshreyfingunni með fémínísk frollublótsyrði á vör, sem hljóðuðu upp á, með há-amrískum framburði, að fjandans skrifstofuhyskið hefði rekið sig frá Eflingu. Auðvitað stóðst fúkyrðaflaumur hinnar æstu frauku aungva skoðun, seiseinei, jafnvel ekki einusinn þókt hann væri auðheyranlega með amrískum hreim. Skrifstofufólkið hefði ekki með neinum ráðum getað rekið Sólveigu, til slíkra meistarastykkja skorti því allar heimildir félagslaga Eflingar. Á hinn bóginn beraði Bandaríkja-Sólveig við þetta tækifæri, þ.e. brotthlaupið, sig sem ofdekraðan keipakrakka, frekan og illskeyttan þannig að ljóst varð að hún hafði verið kötturinn í sekknum frá upphafi, umskiptingurinn í eldhúsinu og raddslitni haninn á fjóshaugnum.   


mbl.is Vill verða formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband