Leita í fréttum mbl.is

Flokkur á barmi glötunar og útskúfunar

x-sjálfÓsköp er að heyra þetta. Hvernig vogaði konan sér að afþakka tilskrif frá hinni heilögu þrenningu, Nýfrjálshyggjunni, Frelsinu og Trumpismanum, og vísa þar með sjálfum Sjálfstæðisflokknum á bug og rekan hann eins og riðuveikan uxa út í ófæruna. Fyrr má nú vera! Nú verður Flokkurinn að bregðast hart við og rannsaka konuna Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur og athuga hvort ekki séu einhver samhæfð ráð til við henni; það gengur ekki að kvenpéningur landsins vaði um með óvirðingu, flím og rógburð um Flokkinn, innviði hans og burðarstólpa. En þessi ókurteis og dónalega frauka er ekkert einsdæmi þegar kemur að dólgshætti og óvirðingu við Flokkinn.

Vissulega standa mörg spjót á Sjálfstæðisflokknum þessa dagana og á Flokkurinn sjálfur alla sök á því ástandi. Ekki er að spurja að því skohh. Aðsteðjandi kynlífs, kynferðis og kynáttunarvandi steðjar að flokkum. Stórátak í geldingum og afnáttúrun er óumflýjanleg og litlar telpur á framabraut Mammóns verður að endurforrita og gegnumlýsa. Hins vegar. Hins vegar. Er hætt við að Flokkurinn hafi ekki þrek né siðferðisstyrk til að leggja til atlögu við graddana sína og kóðvíðsfrelsara, því Sjálfstæðisflokknum hefir hnignað svo á siðræna sviðinu að heita má að hann sé orðinn fullkomlega siðblindur og hafi því hvorki burði né hæfileika til að snúa við af braut hinnar absólútu úrkynjunar.

kol2Hörmungar Sjálfstæðisflokksins í dag leiða hugann ósjálfrátt að síðustu dögum Rótarýklúbbsins Fjallafjölnis. Rótarýklúbburinn Fjallafjölnir hafði starfað með eftirtektarverðum glæsileik um árabil og safnað fé til góðgjörða. En svo gerðist það eitt árið, snemma vors, að kynvilla stakk sér niður í Fjallafjölni. Þetta var víst furðusvæsið afbrigði. Og Fjallafjölnir reis ekki undir álaginu, bugaðist, stóðst ekki lengur og féll. Og fall Rótarýklúbbsins Fjallafjölnis var hátt, enda kynvillan mikil og siðferðisþrekið ekki upp á marga fiska. Það er óneitanlega margt líkt með tortímingu hins eðla rótarýklúbbs og upphafinu að endalokum Sjálfstæðisflokksins. Hver hefði trúað því fyrir fimmtíu til sextíu árum, að þessi siðugi flokkur mundi eiga eftir að ramba á barmi glötunar og útskúfunar af kynferðislegum ástæðum, brenglun, ólifnaði og lostafullum tilburðum, sem eru auðvitað fyrir neðan allar andskotans hellur.


mbl.is Ragnheiður afþakkaði bréfið frá Arnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Foreldrar barnanna ráða því hvort börnin eru bólusett gegn Covid-19 og mörlensk stjórnvöld kaupa bóluefnin og bjóða upp á bólusetninguna. cool

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætti því að senda þetta bréf til þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. cool

Þorsteinn Briem, 9.1.2022 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband