Leita í fréttum mbl.is

Baráttan viđ drekana hefir oft snúist upp í stórkostlega óhamingju

sprengja8Ţađ er ýmislegt sér til gamans gert, ekki vantar ţađ. Vér, sem enn erum á lífi, munum fjarska vel ţegar ţegar ungir drengir gjörđu sér til gleđi ađ varpa heimagjörđum sprengjum í erindreka atvinnurekenda; ţađ fór eins og til var ćtlast, erindrekinn sprakk í loft upp áđur en honum hafđi tekist ađ reka erindi sitt. Um kveldiđ voru ţeir lúbarđir á toginu fyrir framan söluskála olíufélagsins. Ţeir náđu sér aldrei á strik eftir ţetta, strákagreyin, allir hurfu ţeir á fund feđra sinna á voveiflega og á dularfullan hátt; aunginn ţeirra náđi ađ verđa ţrítugur.

Já, elsku vinir mínir, vér getum ekki gjört oss fyllilega í hugarlund hve vegir örlaganna, - já og péníngana - eru órannsakanlegir. Ađrir drengir tóku sér skemmtigöngur á kveldin ađ vetri til upp í sveiti og hleyptu búpéningi bćnda út og ráku til fjalla ef ráđrúm var til. Ólafur bóndi greip einn morguninn í tómt fjósinu, er hann hugđist mjalta kýrnar sínar; allar höfđu ţćr, fjéregtíu ađ tölu, hlaupiđ út í náttmyrkriđ eftir ađ drengirnir opnuđu fjósiđ á gátt og leystu ţćr af básunum og höfnuđu sumar í kviksyndi, en ađrar álpuđust fram af klettasnösum og bjargbrúnum og lágu sprungnar fyrir neđan er ađ var komiđ. Allt áriđ ţar á eftir og lengur, var nautgripaket í hvert mál á bć Ólafs bónda. Og áđur en yfir lauk voru kona hans og börn farin ađ öskra og baula eins og naut. Ólafur sjálfur var orđinn reiđur konu sinni undir lok kýrketstímabilsins vegna ţess ađ hún var farin ađ lykta eins og roskin belja, eins og hann orđađi ţađ.

ÓfreskjaEkki tókst betur til ţegar óvćtti af drekakyni gekk á land upp úr Igluvatni á Heiđi. Ţetta kvikindi er sagt hafa drepiđ fjölda manns, reyndar á nokkuđ löngum tíma ţví drekar sem ţessir verđa mjög gamlir. Ofur hugar á síđustu öld einsettu sér ađ ráđa drekann af dögum međ miklum sprengingum í Igluvatni. Ţví miđur voru ţessir björtu hugsjónamenn ekki kunnir stađháttum og sprengdu mörg tonn dýnimíts viđ bakkann á Tangavatni, en ţar á bakkanum voru ţrír fullir tankar međ hráolíu og bensín. Eins og viđ manninn mćlt, brustu undirstöđur tankana viđ svo geigvćnlega ofursprengingu, en innihaldiđ úr ţeim steyptist logandi út í Tangavatn og eitrađi ţađ alveg til frambúđar. 


mbl.is Kasta heimagerđum sprengjum í skriđdreka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband