Leita í fréttum mbl.is

Búhnykkur á Bessastöðum

hvala2Þetta er aunginn smá-búhnykkur sem sem fallið hefir hjónunum á Bessastöðum fyrir norðanland í skaut. Að fá eitt búrhveli í fullri stærð svo að segja upp á hlað til sín þýðir, að þau þurfa ekki að hungri á næstunni eða deyða úr ófeiti. Búrhveli er sko aungin ræfilsleg grásleppa, sem aðeins melrakkar nenna að leggja sér til munns. Á söguöld hefðu kappar barist með öxum og spjótum um hvalreka sem þennan og margir fallið. Enda segja mér kunnugir, að Guðný Helga húsfreyja sé þegar farin að kynda undir pottum sínum allt hvað af tekur, því hún ætlar að sjóða hvalþjós til kveldverðar.

Víkur þá sögunni að Bessastöðum suðrá Álftanesi. Um Álftnesinga hefir verið orkt: ,,Álftnesingurinn úti liggur aldrei sefur, dregur meir en drottinn gefur, dyggðasnauður maðkanefur". Með þessum vísustubb er ég ekki að segja að hann hafi verið orktur um núverandi húsbændur á Bessatöðum, enda er það fólk varla þess eðlis að á það sé sólundað haglegum kveðskap. Hinsvegar getum við gert okkur í hugarlund hvað gerðist ef rymjandi og dauðvona búrhvalur, afkomandi Moby Dicks, öslaði upp í fjöruna neðan við Bessastaði á Álftanesi til að deyja.

Ætli frú Ellízza Rídd mundi hlaupa blaðskellandi til sjávar með pottinn og skera í hann dulitla tutlu af hvalnum? Fara svo heim og sjóða hana með spiki, hvallýsi og öllu saman ofan í bónda sinn? Má ekki gera ráð byrir að bóndinn atarna mundi bara taka fyrir nefið og gubba svolítið út um svefnherbergisgluggann? En ef kérlíngin mundi sjóða sokka af sitt hvoru tagi með hvalþjósinu? Er þá líklegra að karlinn fengi sér bita? Öllum þessum spurningum er erfitt að svara ef aunginn er hvalurinn í fjörunni. Því er það ósk okkar að hvalur, hvort heldur það væri búrhveli eða hrúfublakur, verði við fyrsta tækifæri rekinn á land við Bessastaði. Ef vel stendur á sjávarföllum þá hvalinn ber að, væri tilvalið að reka hann inn í Lambhústjörn og veiða hann þar með handskutli og draga á land, íbúum Álftaness til yndisauka. Svo mundi frú Rídd brjóta upp á pils sín og vaða út að hvelinu og skera sér í soðið. En hún verður þá að gæta þess vel að koma ekki of nálægt kjaftinum á dýrin því það gæti bitið hana.    


mbl.is Stóran búrhval rak á land við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband