Leita í fréttum mbl.is

Lítil saga úr hversdagslífinu

ing11.jpgBölvuð kerlingarboran, sem bæði var hrokafull og montin, varð fyrir því óláni á torginu, að ósvífnir götustrákar komu aðvífandi og höfðu af henni nærbuxurnar fyrir allra augum. Þegar svona var komið greip konuboran til þess ráðs að setjast niður á kaffihúsi eins og hún var á sig komin. Fólk sem sá á þennan sjálfumglaða kvenmann undraðist smekkleysi hennar og fyrirlitningu á öðru fólki stóð upp frá borðum í kaffihúsinu og hafði sig þegjandi á brott.

Götustrákarnir, aftur á móti, fóru með nærbuxur montnu og hrokafullu borunnar heim og suðu sér úr henni súpu. Þeir bættu fáeinum negulnöglum út í nærbuxnapottinn, einnig niðurskornum tómati og gúrkubita; sósulit þurftu þeir ekki og þeir hresstust mjök af súpunni og urðu fjörugir eins og kettlingar. Þá súpan var soðin og etin, var svo komið fyrir konuborunni, vinkonu okkar, á kaffihúsinu, að starfsstúlkurnar innan við diskinn höfðu kallað lögregluna á vettvang til að fjarlægja þennan annarlega gest, sem vissulega hafði gjörst sek um dónaskap í fordæmalausari kantinum.

Nú voru götustrákarnir komnir aftur niður í bæ, saddir og sælir, og það vakti athygli vegfarenda hvað þeir sleiktu mikið út útum og slefuðu af einhverjum innri unaði, sem fólk á förnum vegi gat ekki áttað sig á. Þeir stóðu hinumegin götunnar, beint á móti lögreglustöðinni, þegar vikapiltar Hálfdáns Varðstjóra báru boruna okkar á milli sín inn á stöð. Konan sýndist afar ósamvinnufús við lögregluprjónana og reyndi hvað hún gat að losa fætur og höndur úr greipum þeirra til að geta barið þá og sparkað í þá. Með þessu fylgdust götustrákarnir með glýju í augum svo auðsýnt mátti vera að þessi kynlegi ungdómur var gott efni í öfugugga framtíðarinnar. Sagt er að viðkomandi kvenpéningur heiti annaðhvort Ingveldur eða Borgargagn, ef ekki bara hvort tveggja.


mbl.is Bankasýsla ríkisins verði lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband