Leita í fréttum mbl.is

Lítil saga úr hversdagslífinu

ing11.jpgBölvuđ kerlingarboran, sem bćđi var hrokafull og montin, varđ fyrir ţví óláni á torginu, ađ ósvífnir götustrákar komu ađvífandi og höfđu af henni nćrbuxurnar fyrir allra augum. Ţegar svona var komiđ greip konuboran til ţess ráđs ađ setjast niđur á kaffihúsi eins og hún var á sig komin. Fólk sem sá á ţennan sjálfumglađa kvenmann undrađist smekkleysi hennar og fyrirlitningu á öđru fólki stóđ upp frá borđum í kaffihúsinu og hafđi sig ţegjandi á brott.

Götustrákarnir, aftur á móti, fóru međ nćrbuxur montnu og hrokafullu borunnar heim og suđu sér úr henni súpu. Ţeir bćttu fáeinum negulnöglum út í nćrbuxnapottinn, einnig niđurskornum tómati og gúrkubita; sósulit ţurftu ţeir ekki og ţeir hresstust mjök af súpunni og urđu fjörugir eins og kettlingar. Ţá súpan var sođin og etin, var svo komiđ fyrir konuborunni, vinkonu okkar, á kaffihúsinu, ađ starfsstúlkurnar innan viđ diskinn höfđu kallađ lögregluna á vettvang til ađ fjarlćgja ţennan annarlega gest, sem vissulega hafđi gjörst sek um dónaskap í fordćmalausari kantinum.

Nú voru götustrákarnir komnir aftur niđur í bć, saddir og sćlir, og ţađ vakti athygli vegfarenda hvađ ţeir sleiktu mikiđ út útum og slefuđu af einhverjum innri unađi, sem fólk á förnum vegi gat ekki áttađ sig á. Ţeir stóđu hinumegin götunnar, beint á móti lögreglustöđinni, ţegar vikapiltar Hálfdáns Varđstjóra báru boruna okkar á milli sín inn á stöđ. Konan sýndist afar ósamvinnufús viđ lögregluprjónana og reyndi hvađ hún gat ađ losa fćtur og höndur úr greipum ţeirra til ađ geta bariđ ţá og sparkađ í ţá. Međ ţessu fylgdust götustrákarnir međ glýju í augum svo auđsýnt mátti vera ađ ţessi kynlegi ungdómur var gott efni í öfugugga framtíđarinnar. Sagt er ađ viđkomandi kvenpéningur heiti annađhvort Ingveldur eđa Borgargagn, ef ekki bara hvort tveggja.


mbl.is Bankasýsla ríkisins verđi lögđ niđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband