Leita í fréttum mbl.is

Þið eruð ekki hæfar í húsum verkafólks

efling3Já, það er tími til kominn að Ólöf Helga og Agníeska hætti þessu kjaftæði og hætti í leiðinni alfarið að láta skuggaliða úr verkalýðshreyfingu, samtökum atvinnurekenda og pólitík spila með sig og hafa sig að brjóstumkennanlegum fíflum. Þið ættuð, stúlkur mínar, að hafa vit á að setja skottin ykkar milli lappanna og hafa ykkur á brott úr húsakynnum Eflingar og láta aldrei sjá ykkur þar aftur. Þið hafið fyrir löngu gert nóg af ykkur gagnvart félagsmönnum Eflingar og flestum er orðið fullljóst að þið eruð ekki í hæfar í húsum verkafólks.

Það er eins og hvur önnur lýgi að félagsfólk í Eflingu sé reitt vegna einhvers dularfulls fordæmis, sem uppsagnir á óhæfu skrifstofustarfsfólki eiga að vera samkvæmt Ólöfu Helgu. Ég trúi mikið frekar að félagsmenn Eflingar séu, eftir allt sem á undan er gengið, upp til hópa samþykkir ákvörðun stjórnar um að segja öllum skrifstofusjakölunum upp á einu bretti. Það þjónar ekki hagsmunum eflingarfólks, að leyfa skrifstofuliðinu að vaða uppi lengur með þeim hætti sem við höfum séð; hagsmunir Eflingar og verkalýðshreyfingarinnar krefjast þess að óvitum, illþýði, eineltishrottum og verkfærum auðvalds og krataeðlis á skrifstofunni verði sópað út, - og út skal þessi ófénaður! Ef ný stjórn Sólveigar Önnu hefði látið undir höfuð leggjast að taka á skrifstofulýðsvandamálinu með þeim hætti sem hún gerði hefði hún verið að bregðast félaginu og svíkja það sem lofað var í aðdraganda stjórnarkosninganna.

Það er ósköp hlægilegt að sjá Ólöfu Helgu, sem Sólveig Anna bjargaði frá hremmingum á Reykjavíkurflugvelli, að hún vilji ,,hætta þessu kjaftæði og fara að vinna fyrir félagsmenn okkar" eins og hún orðar það. Fyrir það fyrsta eiga þær Agníeska og Ólöf Helga enga félagsmenn innan Eflingar og í öðru lagi höfnuðu eflingarfélagar fyrir stuttu síðan að þær og skrifstofuliðið stjórnuðu félaginu. Að öllu eðlilegu hefðu Agníeska og Ólöf Helga átt að segja sig frá öllu innan Eflingar um leið og úrslitin í stjórnarkosningunni lágu fyrir; en þær höfðu auðvitað hvorki reisn né vit til þess, ekki heldur siðferði, hvað þá hugsjón virkrar verkalýðsbaráttu.   


mbl.is „Ég vil bara hætta þessu kjaftæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband