Leita í fréttum mbl.is

Sóli á Láfufelli var líka viðurkenndur vandræðamaður

hundur 6Jú, það voru flestir sammála um að hann væri vandræðamaður. Það sást til hans míga inn um bréfalúgu, - ofar en einusinni og oftar en tvisvar. Að næturþeli var hann vís með að hnusa af nærbuxum á snúrum, væri slíkt í boði. En einna verst þókti þegar hann mokaði mykju, jafnvel mennskri, innum eldhús- eða stofuglugga. En hvað átti að gera? Mannandskotinn náðist aldrei. Þetta var viðbjóður.

Á næsta bæ við Ólaf bónda heitir að Láfufelli. Þar bjó lengi Þórólfur Sólland Grímsson, ævinlega kallaður Sóli á Láfufelli og þókti Ólafi bónda hann ekki góður nágranni. Sló oft í brýnu milli þeirra við landmerki jarða þeirra og lauk þeim viðskiptum stundum með grjótkasti, eða þeir siguðu hundum sínum hvor á annan. Þegar verst lét sókti annar hvor þeirra byssu, en þá lagið sá byssulausi alltaf á flótta. Svona gekk þetta meðan báðir lifðu. Svo hrapaði Ólafur bóndi fyrir björg og beið bana. Dauði Ólafs þókti að vonum undarlegur, því hann var þekktur fyrir að fara gætilega á bjargbrúnum. Var Sóli á Láfufelli lengi grunaður um að vera valdur að hrapi Ólafs, en því miður sannaðist aldrei neitt.

Svo varð sá atburður einum sex árum eftir burtför Ólafs bónda, að Sóli á Láfufelli fannst dauður utan við fjárhúshlöðuna að Láfufelli, rifin á hol eins og hann hefði lent í kjaftinum á óargadýri. Vafalaust hefir ekki slegið jafn miklum óhug á í einum sveitarhreppi á Íslandi í seinni tíð en þegar fréttist af voveiflegu andláti Sóla á Láfufelli. Fólk meira að segja krossaði sig og bað Guð að hjálpa sér þegar það heyrði tíðindin og hver gáði að sér. Svo kom úrskurður læknisillyrmisins, sem sannarlega var vandræðamaður. Hann skráði sem sé í opinbera skrár, að hinn látni, Þórólfur Sólland Grímsson, hefði verið bitinn á barkann og það svo harkalega, að hann hefði látist samstundis. Lögregluyfirvöldin stóðu auðvitað á gati gagnvart þessu voðaverki, það átti víst enginn von á öðru, og kunngjörðu fávisku sína og heimsku með því að spyrja þá hjá Búnaðarsambandinu hvort verið gæti að áverkin á líki Sóla væri eftir sauðkind eða hrút. Meira aðhafðist lögreglan ekki. Afturámóti fylgdist hinn frægi fjárhundur Ólafs heitins bónda, Snati, af miklum áhuga með rannsókn málsins og umræðum almennings um þetta hjartaskerandi morðmál. 


mbl.is Tekjur komi annars staðar frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband