Leita í fréttum mbl.is

En hjá oss er annar Guðni Th. og hann rækir skyldur sínar af trúmennsku

guðni th.Ætli okkur varði nokkuð um fimbulfamb forseta Íslands, jafnvel þótt hann heiti Guðni Th. Karlinn er hálfleiðinlegur og ekki örgrannt um hann sé stundum eitthvað úti á þekju. En það er allt í lagi meðan hann er ekki delerandi í brennivíni og haldandi sýningar á sér á almannafæri í ömurlegu drykkjuæði. Þannig er þetta allt gott og blessað með karlsauðinn og hann verður kosinn burt í næstu kosningum, eins og stelpukjökrið hún Katrín Jakgó.

Hinsvegar er býr annar Guðni Th. í Ólafsvík og hann langtum fremri en Guðni Th. á Bessastöðum. Fyrir það fyrsta hefir Ólafsvíkur-Guðni Th. það fram yfir Bessastaða-Guðna Th. að hefir glæsilegt gulbröndótt skott með fagurt ljós í endanaum. Ekki hefi ég heyrt að Guðni Th. á Bessastöðum hafi skott eða hala, en það má þó ver þótt mér sé ekki kunnugt um það. Einhver sagði mér, þegar var að leita mér heimilda um málið, að hann hefði að minnsta kosti dindil, heldur hárlausan og snúinn.

Nú, Guðni Th. í Ólafsvík er afar virðingarverður, kurteis, hógvær og velviljaður. Öll sín stykki gjörir hann úti, hvurnig sem viðrar, og í seinni tíð hefir hann lagt af þann sið að hafa með sér nagdýr utan úr náttúrunni og aðeins einn skógarþröst hefir hann jagað á þessu ári og haft með sér inn til snæðings. Nú bar svo við að við sæmdarhjónin vorum að heiman í nærfellt viku, en lufsuðumst þó aftur heim í gær, úfin og grett. En það var aunginn Guðni Th. sem tók á móti oss, en við höfðum skilið hann einn eftir heima til að gæta eigna okkar. Nei, hann var ekki heima og kom ekki heim. Næstu klukkustundir voru lengi að líða og sorgin var nærfellt aldeilis að buga oss, því okkur þókti auðsætt að okkar ástsæli varðköttur og heimilisprýði hafði gengið út og fyrirfarið sér vegna fjarveru húsbænda sinna. En laust fyrir miðnætti birtist Guðni Th. oss, hágrátandi og út úr tárvotum augum hans skein ásökun, vonbrigði og harmur vegna fjarveru okkar í marga daga. Og vér skömmuðumst oss hræðilega og snörum oss undan. Svo kom í ljós að okkar Guðni Th. hafði ekki setið auðum klóm og loppum meðan hann gætti húss okkar; þrjá bófa, sem ætluðu að brjótast inn og stela, hafði hann hrakið blóðuga á brott, en grimman yfirgangshund, sem hafði sloppið frá eiganda sínum, vó Guðni Th. á snilldarlegan hátt, sá fjandi hafði ætlað sér að hafa hægði í kartöflugarð vorn nýísáðan. Já, vinir mínir og kunningjar, í dag eigum við sæmdarhjónin sambýlingi okkar mikið að þakka, það má öllum ljóst vera. Já. 


mbl.is Hrasaði fyrir framan sjálfan forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Mjá, mjámjá, mjámissimo og hvæs suður á Bessó.

FORNLEIFUR, 11.6.2022 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband