Leita í fréttum mbl.is

Gleđileg fjölgun í íslenska dýraríkinu

ani1Ţađ er hverri ţjóđ mikiđ gleđiefni ţegar dýrategundum fjölgar í landi ţeirra. Svo er og á Íslandi. Ađ poletiskum rottum og veggjalúsum frátöldum, ţá fögnum viđ Íslendingar allir ţegar völskustofninn stćkkar og veggjalýsnar ţekja ć stćrri fleti í húsakynnum vorum. Ţá hefi varpfuglategundum fjölgađ verulega hér á landi hin síđustu ár, en farfuglum fylgir, sem kunnugt er, ótrúleg flóra af pöddum, kláđamaurum, baktéríum, vírusum, vírusbaktéríum og alvarlegum sóttkveikjum. 

Vel man eg ţegar framfaragjörn hreppsnefndarbćjarstjórn á Vesturlandi tók sig til og samţykkti ađ koma upp sterkum rottustofni í ţorpinu, öllum til heilla. Ţetta var á níunda áratugnum. Skömmu síđar var fimmhundruđ rottum frá Lundúnum skipađ međ leynd á land á stađnum úr skipi sem var ađ koma úr siglingu. Rotturnar tók strax til óspilltra málanna og átu allt og nöguđu sem tönn á festi og íbúarnir vissu ekkert hvađ á ţá stóđ veđriđ. Hvađ eftir annađ varđ rafmagnslaust í húsum, hist og her um ţorpiđ, ţví völskurnar nöguđu ţegar í stađ sundur óvarđar rafmagnssnúrur; ţćr nöguđu göt á veggi, tóku sundur símalínur, gerđu virđulegar húsmćđur sturlađar af hrćđslu og geđsýki međ ţví ađ birtast fyrirvaralaust uppi á eldhúsborđi ţá fjölskyldan sat ađ snćđingi. Kettir og hundar lögđu á flótta undan ţessum nýju óargadýrum og fundu sér ađra húsbćndur í öđrum hreppum og allt var eins og ţađ átti ađ vera. Innleiđing rottunnar var atvinnuskapandi, iđnađarmenn fengu verkefni viđ ađ laga ţađ sem nagdýrin hökkuđu í sundur og međ tíđ og tíma voru ráđnir tveir meindýradráparar í fastar stöđur til ađ halda rottustofninum í skefjum. Ţađ stríđ hefir ekki enn unnist og langt í land međ ađ ţađ vinnist.

leon4En af ţví ađ yfir oss er dottin hamfarahlýnun af mannavöldum međ ört vaxandi kolefnissporum og gróđurhúsaáhrifum, ţá er loks lag til ađ innleiđa hér margar góđar dýrategundir, sem oss hefir sárlega vantađ til ađ geta taliđ oss međ siđmenntuđum ţjóđum. Til dćmis eru góđar horfur á ađ hér geti krókódílar ţrifist í skurđum, bćjarlćkjum og tjörnum og ekki er útlitiđ verra fyrir bćđi stórleón og tígrisleón. Eiturslöngur, broddgelti og moldvörpur hefir oss lengi vantađ, sem og vísunda og skógarbirni. Í ţessum efnum ţá ríkisstjórnin ekkert ađ tvítóla, heldur hefja innflutning strax á framandi dýrategundum frá öđrum heimsálfum, í ţeirri von ađ ţau plumi sig úti í íslenskri náttúru. Á mót má hins vegar segja, ađ ferđamenn gćtu orđiđ fyrir umtalsverđum búsifjum á ráfi sínu um landiđ, segjum til dćmis ef nokkur glorhungruđ og blóđgrimm tígurleón bćri ađ garđi á fjölsóttu tjaldstćđi í byrjun ágústmánađar. En ţađ verđur svo sem enginn gróđi án fórnar, ţađ er margsannađ, skepnurnar mínar, og vér greiđum ţađ verđ sem upp er sett. 

 


mbl.is Veggjalýs og rottugangur međ fjölgun ferđamanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband