Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg fjölgun í íslenska dýraríkinu

ani1Það er hverri þjóð mikið gleðiefni þegar dýrategundum fjölgar í landi þeirra. Svo er og á Íslandi. Að poletiskum rottum og veggjalúsum frátöldum, þá fögnum við Íslendingar allir þegar völskustofninn stækkar og veggjalýsnar þekja æ stærri fleti í húsakynnum vorum. Þá hefi varpfuglategundum fjölgað verulega hér á landi hin síðustu ár, en farfuglum fylgir, sem kunnugt er, ótrúleg flóra af pöddum, kláðamaurum, baktéríum, vírusum, vírusbaktéríum og alvarlegum sóttkveikjum. 

Vel man eg þegar framfaragjörn hreppsnefndarbæjarstjórn á Vesturlandi tók sig til og samþykkti að koma upp sterkum rottustofni í þorpinu, öllum til heilla. Þetta var á níunda áratugnum. Skömmu síðar var fimmhundruð rottum frá Lundúnum skipað með leynd á land á staðnum úr skipi sem var að koma úr siglingu. Rotturnar tók strax til óspilltra málanna og átu allt og nöguðu sem tönn á festi og íbúarnir vissu ekkert hvað á þá stóð veðrið. Hvað eftir annað varð rafmagnslaust í húsum, hist og her um þorpið, því völskurnar nöguðu þegar í stað sundur óvarðar rafmagnssnúrur; þær nöguðu göt á veggi, tóku sundur símalínur, gerðu virðulegar húsmæður sturlaðar af hræðslu og geðsýki með því að birtast fyrirvaralaust uppi á eldhúsborði þá fjölskyldan sat að snæðingi. Kettir og hundar lögðu á flótta undan þessum nýju óargadýrum og fundu sér aðra húsbændur í öðrum hreppum og allt var eins og það átti að vera. Innleiðing rottunnar var atvinnuskapandi, iðnaðarmenn fengu verkefni við að laga það sem nagdýrin hökkuðu í sundur og með tíð og tíma voru ráðnir tveir meindýradráparar í fastar stöður til að halda rottustofninum í skefjum. Það stríð hefir ekki enn unnist og langt í land með að það vinnist.

leon4En af því að yfir oss er dottin hamfarahlýnun af mannavöldum með ört vaxandi kolefnissporum og gróðurhúsaáhrifum, þá er loks lag til að innleiða hér margar góðar dýrategundir, sem oss hefir sárlega vantað til að geta talið oss með siðmenntuðum þjóðum. Til dæmis eru góðar horfur á að hér geti krókódílar þrifist í skurðum, bæjarlækjum og tjörnum og ekki er útlitið verra fyrir bæði stórleón og tígrisleón. Eiturslöngur, broddgelti og moldvörpur hefir oss lengi vantað, sem og vísunda og skógarbirni. Í þessum efnum þá ríkisstjórnin ekkert að tvítóla, heldur hefja innflutning strax á framandi dýrategundum frá öðrum heimsálfum, í þeirri von að þau plumi sig úti í íslenskri náttúru. Á mót má hins vegar segja, að ferðamenn gætu orðið fyrir umtalsverðum búsifjum á ráfi sínu um landið, segjum til dæmis ef nokkur glorhungruð og blóðgrimm tígurleón bæri að garði á fjölsóttu tjaldstæði í byrjun ágústmánaðar. En það verður svo sem enginn gróði án fórnar, það er margsannað, skepnurnar mínar, og vér greiðum það verð sem upp er sett. 

 


mbl.is Veggjalýs og rottugangur með fjölgun ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband