Leita í fréttum mbl.is

Byssur og skotveiðar áður fyrr

femma3Svo Katrín forsætisráðherra heldur að Íslendingar hafi bara átt kindabyssur hér áður og fyrr. Það sýnir vel hvað hún er illa að sér og ógáfuð. Það má hreinlega þakka fyrir að hún skuli ekki hafa farið að vitna til byssueignar Egils Skallagrímssonar og Gunnars á Hlíðarenda máli sínu til stuðnings og fullyrt að þeir hafi átt í fórum sínum kindabyssur sem þeir hafi vegið menn með.

Auðvitað er ómögulegt að segja til um hvað Katrín heldur að ,,áður fyrr" merki. Vel má vera að ,,áður fyrr" sé fyrir einu eða tveimur árum, enda nær andi hennar ekki lengra. Hins vegar hafa Íslendinga löngum átt ágæta byssuhólka síðan byssuöld hófst og voru snemma farnir að skjóta hroðalega blóðþyrsta ísbirni til bana, tryllt graðneyti og drauga. Einnig fengu illhveli snemmindis einn gúðmorin á latínu úr framhlaðningum forfeðranna. Það var það. Vér erum hræddir um að kindabyssur hefðu dugað skammt gegn fyrrnefndum óargadýrum, og refir hefðu getað etið lömb bænda óhræddir þó svo skyttur hefðu myndast við að beina slíkum vopnum að þeim.

gun1Þetta beinir huganum að þeim góðu dögum þegar Kolbeinn Kolbeinsson eldri var kaupfélagsstjóri, oddviti og sveitarstjóri á Stað í Staðarfirði. Á þeim tíma voru fjórtán menn vegnir þar í firðinum og var ekkert þeirra dauðsfalla upplýst, enda lítið rannsökuð; heimamenn og gamli Kolbeinn sögðu að það tæki því ekki. Og þá var ekki verið að skjóta af kindabyssum. Ónei. Samkvæmt ummerkjum voru notaðir öflugir rifflar og haglabyssur og sprengikúlur til að vinna á viðfangsefninu. Einn hafði fengið sprengikúlu í hnakkann í gegnum stofugluggann heima hjá sér. Það gerðist að kveldi dags og sagt var að karlanginn hafi verið algjörlega andlitslaus þegar að var komið;svona voru nú sprengikúlurnar atkvæðamiklar hér áður fyrr. Hitt má satt vel vera að sauðfé, einkum dilkar að hausti, hafi mætt örlögum sínum í púðri og blýi úr kindabyssum, en það sannar að vel má ráða menn, og jafnvel konur líka, af dögum með svo hlægilegu áhaldi. 


mbl.is „Þetta eru ekki lengur bara kindabyssur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband