Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg ásýndarveisla í mjög spennandi Samfylkingu

skip2Það kvað vera ógn gaman í Samfylkingunni núna; það er skohh verið að breyta ásýnd hennar og breytingar á ásýnd hefur allaf verið uppáhaldsmál samfylkingarmanna. Ásýndin skohh, það er skohh lífið, sagði gamli krataeðlissteggurinn úr ræðustóli á landsfundinum í gærkveldi og klóraði sér fjálglega í afturendanum á meðan. Já, krataeðlisflokkarnir, Alþýðuflokkurinn heitinn og síðar Samfylkingin hafa, áratugum saman, átt langar slímusetur á förðunarstofum auglýsingaskrumsins og farið í fjöld lýtaaðgerða, sem þó hafa aðeins gert sjúklinginn ljótari og ljótari, svo hann er farinn að líkjast mest úrkynjuðu skrímsli ef maður sér hann tilsýndar.

Yfirstanda ásýndarlækning Samfylkingarinnar er voða spennandi, að sögn innvígðra gáfumanna og þá ekki síður greindarvísitölukvenna flokksins. Ber hæst í spennunni kjör Kvikubankagenginnar frauku með hagfræðipungapróf í stól formanns Samfylkingarinnar, en hún hefir mest sér að spjalla um pénínga og vergar gróðatölur og péníngaleg fix og trix; (eða talar hún mest um vergjarnar gróðatölur, ég er ekki viss, jæja, - það leiðréttir mig þá einhver ef ég fer rangt með). Það var líka voða spennandi að þeir skyldu kjósa Kjartan Valgarðsson af höndum sér, þann gegnheila samfylkjúng.

Við megum heldur ekki gleyma garminum honum Katli, honum Gvöndi Árna úr Hafnarfirði. Gwöndur Árni var í ríkisstjórn með Davíð og Nonna Bald og Hannesi H. við upphaf nýfrjálshyggju; hann er því einn af upphafsmönnum virkrar nýfrjálshyggju á Íslandi. Reyndar hafnaði Gwöndur Árni í einhverju spillingardrullumalli í ráðherratíð sinni og varð að segja af sér, og er hann hvað það varðar í félagi með Hönnu Birnu og frú S. Andersen, en var verðlaunaður fyrir spillinguna með sendiherrajobbi eins og aðrir spilltir stjórnmálaraftar. En nú þykir sem sé gott að hafa spillt trýnið á Gwöndi Árna í gullinni ásýnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin er nýfrjálshygginn nýfrjálshyggjuflokkur, sem hefir á sinni þjáningarfullu æfi margsinnis gjört heldur illa í buxurnar, alveg eins Alþýðuflokkurinn pabbi hennar; þetta er óhrjáleg hjáleiga í túnfæti höfuðbólsins, Sjálfstæðisflokksins, og kalla sig jafnaðarmenn því þeir vilja vera jafnir Sjálfstæðisflokknum og Framsókn á vígvelli auðvaldsins. En sósíalisma hata hinir meintu jafningsmenn krataeðlisins eins og pestina, þrátt fyrir að upphaflega hafi orðið jafnaðarmaður þýtt sósíalisti. Enn fremur er það ógn spennandi að Samfylkingin og hennar jafnaðarmenn er komin á fullt í heilagt stríð gegn Sólveigu Önnu og róttæka hluta verkalýðshreyfingarinnar, sem er auðvitað í fullu samræmi við fylgispekt þessara jafninga og krataeðlis-nýfrjálskyggjustampa við NATÓ og demókratan og repúblíkanana í USA.   


mbl.is Breyta nafni Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband