Leita í fréttum mbl.is

Vígður húskarl sem veit ekki neitt

x58Hvaðan úr skrattanum bar þennan Willúm að? Hann kom úr Framsóknarfjósinu. Á hann eitthvert sérstakt erindi í poletik? Nei auðvitað ekki. En hann var hafður í marineringu í Framsóknarfjósinu í tólf ár. Akkúrat, alveg eins og þegar hákarlinn sem þið étið á þorrablótunum þegar þið eru orðin mígandi full, hann kvað dysjaður í fjóshaug í tólf ár. Svo var hann vígður. Vígður? Já, gamla Framsóknarmaddaman vígir sjálf lukkuriddarana sem hún sendir á þing. Þetta er mikil helgiathöfn sem fer fram í fjósflórnum. Áður en gamla Maddaman hélt úr bæli sínu til vígslunnar mé hún í kopp, Maddömukoppinn. Þegar sú gamla vígir lukkuriddara til þings stökkvir hún alltaf úr innihaldi koppsins á riddarann sem krýpur í flórnum, það er sem sé siður.

borða1Auðvitað veit simpill húskarl Framsóknarmaddömunnar ekki til þess að heilbrigðiskerfið sé vanfjármagnað, - hann veit ekki einusinni hvað vanfjármögnun er, skilur ekki orðið. Því síður hefir þessi náungi spurnir af því, að heilbrigðiskerfið, spítalarnir og allt klabbið sem er undir ríkinu hefir verið vanfjármagnað á vísvitandi og skipulega hátt í þrjá áratugi af Sjálfstæðisflokknum, iðulega með fulltingi íbúa Framsóknarfjóssins. Nei, hann veit ekki neitt, vissi ekki neitt og mun aldrei vita neitt. Þannig er nú, kæru samlandar, framsóknarmenningin.

Hins vegar - hinsvegar - veit Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður nákvæmlega hvernig er í pottinn búið, enda löngum verið kært með honum og frú Ingveldi eiginkonu hans. Nú, markmiðið er einfalt og fyrirsjáanlegt og í raungerðum fasa sem er innan armslengdar, að ekki sé sagt skítslengdar, sem sé að eyðileggja heilbrigðiskerfið, sem við eigum í sameiningu, þannig að auðveldar verði að einkavæða það með manni og mús án þess að eigendur þess, fólkið í landinu, verði vitlausir. Þetta er langtímaverkefni, sem framkvæmt er samkvæmt uppskrift beint úr verkferlafræðibók nýfrjálshyggjunnar. Og Katrín litla Jakkó og Swandeesý sjávarútvegsráðherra eru báðar vel með á nótunum, líka dýralæknagengið í Framsóknarfjósinu og litla gula hænan, - en Willúm veit ekki neitt, aumingja karlangastráið.


mbl.is Ekki hægt að alhæfa að þetta sé fjármögnunarvandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband