Leita í fréttum mbl.is

Innbrotið í vefnaðarvöruverslunina Vor

kratagreniðÞað var ljót aðkoman í vefnaðarvöruverslunin Vor eftir innbrotið. Ljóst var að þjófurinn eða þjófarnir höfðu orðið fyrir einhverjum vonbrigðum við að finna ekki svo mikið sem túskilding með gati í péníngakassanum eftir að hafa haft fyrir því að henda honum í gólfið og spenna hann upp með kúbeini. Í hefndarskyni höfðu djöflar ráðist á vefnaðarvörurnar með tiltækum vopnum, mígið yfir gardínuefnin og skitið í blúndurnar í hillunni til hægri við afgreiðsluborðið.

Þetta var allt gott og blessað og vefnaðavöruverslunin Vor tryggð fyrir innbrotum og skemmdaverkum. Verra var að eftir innbrotið fór fólkið að líta niður á og hæðast að vefnaðarvöruversluninni Vori og kalla hana skítabúð og jafnvel öfuguggasetur, hvernig sem á því stóð. Götustrákar komu í dyrnar og hrópuðu svívirðingar að frú Reykjalín og herra X. Þetta gekk svo nærri frú Reykjalín að hún flúði úr landi með fulla skjóðu af péníngum, en herra X hengdi sig. Eða svo var sagt að hann hefði hengt sig, þókt sönnu nær væri að hann hefði verið hengdur.

Svo var húsnæði vefnaðarvöruverslunarinnar Vors boðið upp og aunginn fékk að vita hvurjum það var slegið. Svo leigði náfrændi herra X bölvað grenið og fór að rækta og höndla með bannaðar vímujurtir og komst upp með það, því aldregi er sama hvurt það er Jón eða síra Jón sem á í hlut. Værðarklerknum Atgeiri p. Fjallabaksen var falið að jarðsyngja herra X og fórst honum það óhöndulega því viðstaddir syrgjendur vissu aldrei hvort karlálftin var að syngja yfir karlmanni eða konu, eða bara hundshræi. En það voru allir fljótir að jafna sig á því og gleyma herra X strax daginn eftir útförina. 


mbl.is Arðgreiðslur ekki í þjóðarsjóð að sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband