Leita í fréttum mbl.is

Öflug stoðtæki.

Mikið er ég feginn að laun seðlabankastjóranna hafi verið hækkuð um 200 þúsundir króna á mánuði. Þessir menn þurfa að lifa eins og aðrir. Auðvitað samþykktu jafnaðarmennirnir í Samfylkingunni hækkunina, enda eru þeir ekki jafnaðarmenn fyrir ekki neitt. Jafnaðarhugsjón þeirra er svo hástemmd að þeir mega ekkert aumt sjá án þess að jafna það á augabragði, m.a.s. laun Davíðs Oddsonar sem og annarra seðlabankastjóra. Það er því ekki nema von, að sjálft erkiíhaldið hafi valið Samfylkinguna að þessu sinni til að styðja sig við. Ekki þarf að efa, að Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún eru traustar hækjur sem Sjálfstæðisflokkurinn getur reitt sig á; frábær stoðtæki sem brotna ekki þegar mikið liggur við eins og t.d. þegar þarf að hækka laun seðlabankastjóra.
mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband