Leita í fréttum mbl.is

Hvolparnir sem grétu krókódílatárum fyrir vestan.

Ef að líkum lætur, hefur ekki verið töluð vitleysan á fundi ísafjarðarelítunnar og ríkisstjórnarhvolpana á fundinum á Ísafirði í morgum. Trúlega hafa hvolparnir lýst áhyggjum sínum við heimamenn og grátið fáeinum krókódílatárum ofan í fundarborðið til að sanna samkennd sína með byggðarlagi á fallanda fæti. Og varla þarf að efa að Össur og Einar hafi gert sig traustvekjandi í andlitunum og fullvissað landsbyggðarbúana um að stöðugleiki muni ríkja áfram í fiskveiðistjórnarmálum þjóðarinnar, þannig að kvótaeigandi sægreifar geti haldið áfram að gera gælur við íbúa sjávarbyggðanna.

Að svo búnu hefur hver farið til sín, með vonarglampa í augum.

En síðan gerist auðvitað ekki neitt.


mbl.is Ráðherrar ræða við heimamenn á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

GRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Valla

Þennan texta datt mér í hug eftir að ég var búin að lesa gein þína.

Það eru feitir þrælar

sem ráða öllu hér

og það fer best af öllu

að svíkja

og pota sér.

Því valdhafarnir vita

að verst af öllu er

ef fólk fer að hugsa

hvaða þrælabyrði það ber.

Klækir og klíkuskapur

kallast vort andlegt brauð,

því á Íslandi er enginn ríkur

af öðru en stolnum auð.

(Einar Guðmundsson)

Valla, 9.6.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband