Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarofnæmi er hættulegur kvilli.

Ætli langvarandi ofnæmi fyrir framsóknarmönnum og svikulum samfylkingardindlum verði líka úr sögunni eftir 10 - 15 ár? Ef svo verður, má með sanni segja að prófessor Jan Lötvall hjá Sahlgrenska Akademin verði settur á bekk með mestu velgjörðarmönnum mannkyns, fyrr og síðar.

Ég þekkti mann, sem á efri árum, þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. Þegar læknarnir voru að undirbúa þennann mikla sómamann, spurðu þeir hann hvort hann hefði ofnæmi fyrir einhverju. Sjúklingurinn hugsaði sig um stundarkorn, en sagði að svo búnu, að hann vissi ekki til að henn hefði ofnæmi fyrir neinu, nema ef til vill framsóknarmönnum. Auðvitað þyngdist brúnin á læknunum og þeir fóru að tala saman á latínu. Eftir heilmiklar bollaleggingar kom læknunum saman um, að þó útlitið væri slæmt, væri þó áhættunar virði að svæfa sjúklinginn og skera, en bættu þó við, að framsóknarmannaofnæmi væri hættulegur kvilli sem við vissar aðstæður gæti auðveldlega riðið fólki að fullu.

Nú verðum við bara að treysta á að herra prófessor Jan finni viðeigandi lausn á framsóknarvandamálinu. 


mbl.is Eftir áratug verður ofnæmi úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er örugglega mjög hættulegt þetta framsóknarofnæmi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Um að gera að sparka í framsókn eftir lélega kosningu. Það er ekki langt í að fólk fari að væla um samfylkinguna úr þessu... það kemur alltaf nýtt ofnæmi á eftir því næsta. Sum ofnæmi voru ekki til fyrir 50 árum, sem hrjá fólk núna

Sigurður Jökulsson, 9.6.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er eitt hryllilegasta ofnæmi sem um getur.

Níels A. Ársælsson., 10.6.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: fannar

Ég skil ekki hvað þetta tengist ofnæmi á einn eða annan hátt. Menn greinilega vita ekki hvað ofnæmi er og hversu djöv. legt það getur verið.  Og nei ég er ekki framsóknarmaður.

fannar, 10.6.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband