Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjufraukan, blómahrúgan og skátarnir.

Ja, þeir eru gamansamir þarna í borgarstjórn Reykjavíkur, að láta Hönnu Birnu Kristjásdóttur leggja blómsveig á leiði Jóns heitins Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Það kæmi mér ekki á óvart þó Jón sálugi hafi litið undan, rétt á meðan frjálshyggjufraukan, lagði frá sér blómahrúguna.

Svo segir í fréttinni að skátar hafi staðið heiðursvörð við athöfnina. Ég vona heitt til Guðs, að skátarnir hafi hagað sér eins og siðaðar manneskjur rétt á meðan þeir stóðu heiðursvörðinn. Það er nefnilega mikil áhætta fólgin í að hafa skáta við svona störf því þeir eru til alls líklegir.  


mbl.is Dagskrá hátíðarhalda þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband