Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt framtak Saving Iceland.

Mikið þó andskoti var vel af sér vikið hjá hinu góða fólki í Saving Iceland samtökunum að skvetta málningu á hjallinn sem geymir ræðisskrifstofu Íslands í Edínaborg í Skotalandi. Ekki var síðra hjá þeim, að klína lími á læsingar kofans.  Sko, íslenskur auðvaldsskríll þarf ekki að ganga að því gruflandi að heimurinn fygist með umsvifum innlendra virkjunarþræla og erlendra alúmíníumbesefa. 

Hér áður og fyrr brúkaði auðvaldið klerkaveldi kirkjustofunarinnar til að dæla ópíumi í lýðinn í formi loforðaflaums um sæla vist í himnaríki, það er að segja ef lýðurinn hagaði sér skikkanlega og gerði ekki kröfur til betra fólks. Nú býður auðvaldið Íslendingum ópíum í líki risavirkjana og risaálvera. Og álversópíumið hefur það fram yfir gamla stöffið, að nú skal himnaríkissælan fara fram hérna grafar, að því tilskyldu að lýðurinn verði stimamjúkur við álkeisarana og Landsvirkjunarrakkana.

Svo er bara að vona að samtökin Björgum Íslandi haldi áfram að vekja athygli umheimsins á illræðsverkum auðvaldsins á Íslandi. 


mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

beint í mark

Pálmi Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband