Leita í fréttum mbl.is

Bréf í vasa eiginmanns.

Dag nokkurn fann Guðmunda bréf í vasa bónda síns, sem innihélt svo fáheyrðan dónaskap, að til sorglegrar hneykslunar mátti telja. Við lestur bréfsins fölnaði Guðmunda upp og fann til kransæðaónota. Hún var búin að búa með þessum manni í stinnann aldarfjórðung og hafði allann þann tíma ekki boðið grun í hvaða viðurstyggð þetta gerpi hafði að geyma. Það þurfti ekki frekar vitananna við, að maður sem bar þvílíkt í buxnavösum sínum gat ekki verið annað en afstyrmi og öfuguggi. Hún las bréfið aftur yfir og það hvelfdist lömunartilfinning yfir hana alla, svo það var rétt með herkjum að hún missti ekki meðvitund. Í þriðja sinn klóraði hún sig í gegnum þennan dáralega viðbjóð án þess að botna neitt í neinu. Það var ekki fyrr en hún las bréfið í fjórða sinn, að hann tók eftir dálitlu. Því var nefnilega þannig varið, að Guðmunda hafði fyir tíu árum haldið við annann mann í nokkra mánuði. Og það sem í buxnavasaritverkinu stóð virtist nákvæm lýsing á einum hórdómsfundi hennar með viðhaldinu. Eldrauð í framan smeygði Guðmunda bréfinu aftur í vasa bónda síns, ákaflega hugsandi - vægast sagt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Hm.......gott á hana! 

Ester Júlía, 22.7.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband