Leita í fréttum mbl.is

Harkaleg niðursveifla vestrænnar menningar.

Ef rétt er, að sala á nýjustu H. Potterbókinni sé í þann veginn að slá öll heimsmet, þá er það sorglegur vitnisburður um þroska mannlegs samfélags á vesturlöndum. Að fólk skuli lúta svo lágt, að leggjast milljonum saman í lestur á öðrum eins óþverra og Potteri þessum eftir kerlínguna Rowling er þyngra en tárum tekur og augljóst merki um harkalega niðursveiflu í menningu og andlegu atgerfi. Og að kérlíngin Rowling, sem er hin versta vanmetaskepna og hugrenningasubba, skuli vera orðin nokkurskonar andlegur fóðurmeistar vesturlandabúa er kapítuli út af fyrir sig og ætti út af fyrir sig að duga til að kveikja rauð ljós og klingja viðvörunuarbjöllum. En svo er nú aldeilis ekki. Vesturlandabúar eru svo sólgnir í óþrifagemlinginn Harry Potter, að þeir víla ekki fyrir sér að dúsa marga daga í biðröð, allt upp í hálfann mánuð, til að kaupa nýjasta vaðalinn um þennann forkostulega djöflamerg. Sko ... bækurnar um Harry Potter er svo sem ágætt og fullgilt andlegt fóður fyrir mannvitsbrekkur á borð við alþingismennina Katrínu Jakobsdóttur, Ágúst Ólaf Ágústsson og Sigurð Kára Kristjánsson, en vitiborið alþýðufólk segir nei takk við slíkum endemis bókmenntum.
mbl.is Búist við að J.K. Rowling slái sölumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég undanskil óhóflega notkun á hvatvíslegum lýsingarorðum.

En að öðru leyti er ég nú fjandi mikið sammála þér.

Árni Gunnarsson, 23.7.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mikið er ég fegin að vera ekki í flokki þessarar þriggja ,gáfumenna'' þó sérstaklega síðastnefnda en verst að allmargir mér skyldir eru þar  

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.7.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er hægara sagt en gert að sneiða hjá mörgum lýsingarorðum þegar skrifað eða talað er um þetta málefni.

Jóhannes Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 10:14

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta eru frábærar sögur. Hvað eru góðar bókmenntir, að þínu mati?

Elías Halldór Ágústsson, 23.7.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Ertu sem sagt að segja að bækur sem eru hrútleiðinlegar og enginn nennir að lesa séu góðar bókmenntir ?

Má ég t.d. benda á að bókin Don Kíghósti eftir Cervantes hefur í mörg ár verið valin besta bók í heimi....................samt sem áður er hún sú bók sem fæstir nenna að lesa til enda..............enda um alveg hrútleiðinlega lesningu að ræða.

Ég hef nú ekki lesið neina Harry Potter bók, en er búinn að fara á allar myndirnar, og hef haft mikið gaman af. 

Ívar Jón Arnarson, 23.7.2007 kl. 11:27

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég játa að það er fullt af algerlega óskrifandi fólki sem kemst upp með að selja bækur í milljónavís í dag; Dan Brown er kannski besta dæmið. Rowling er í allt öðrum flokki. Hún er einn besti höfundur sem skrifar bækur í dag.

Mér finnst Don Quixote frábær bók. Bækurnar um Harry Potter eru á margan hátt jafn góðar. Hvað myndirnar varðar, þá ná þær ekki upp í bækurnar, enda er slíkt ekki hægt því formið býður ekki upp á það (sagt er að hægt sé að gera smásögu góð skil í kvikmynd, en ekki skáldsögu, nema hún sé þeim mun lélegri).

Elías Halldór Ágústsson, 23.7.2007 kl. 11:37

7 Smámynd: Þorgeir Arnórsson

Ef það telst til hnignunar á vestræni meningu að fólk (börn og fullorðnir) sé farið að lesa bækur frekar en að láta mata sig á upplýsingum frá sjónvarpi, útvarpi, misgefnum trúboðum, stjórnmálamönnum og öðrum sjálfskipuðum siðapostulum þá er ég farinn út að hengja mig í hæsta tré.

Fjárin ekki hægt, ekki nógu há tré á íslandi

Þorgeir Arnórsson, 23.7.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér varð nú að spurn eftir pistillesturinn: Hafið þér lesið Harry Potter bók?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband