Leita í fréttum mbl.is

Kyndug og stórhlægileg undirskriftasöfnun.

Það að liðið, sem heldur með umhverfisspjöllum og auknum ítökum alþjóðlegra auðvaldsfyrirtækja á Ísland, skuli kveinka sér eins og stungnir grísir undan Saving Iceland bendir eindregið til að aðgerðir samtakanna eru að virka. Og að þetta auðvaldsdindlalið skuli láta sig hafa, að efna til undirskriftasöfnunar gegn aðgerðum jafn ágætra samtaka og Saving Iceland er í senn kyndugt og stórhlægilegt, og jafnast á við að óska eftir því við góðann knattspyrnumann að hann láti sníða af sér a.m.k. annann fótinn svo hann skori ekki eins mikið af mörkum.

Áfram félagar í Saving Iceland á sömu braut, þið virðist vera á réttri leið.  


mbl.is Áskorun til Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég á ekki von á að gott og vel meinandi fólk eins og félagar í Saving Iceland fari að skvetta málingu á húsið mitt. Hinsvegar myndi ég ekki kippa mér mikið upp þó innantómt auðvaldsdindlalið væri eitthvað að fikta með málningu á lóðinni hjá mér.  

Jóhannes Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Mér finnst þetta nú svolítið furðulegur málflutningur,að alhæfa að allir sem setja út á hegðun þessa hóps Saving Icelands sé innantómt"auðvaldsdindlalið".Það er yfirleitt þannig að þegar rökin þrjóta þá byrjar skítkastið.Ég blanda mér ekki í baráttu um umhverfismál en skítkast er þeim ekki til framdráttar.Ég þekki þó nokkra sanna umhverfissinna með andófi gegn stóriðju að markmiði.En þeir eru ekki alveg sammála aðgerðum þessa hóps allavega ekki í öllu.Ég held satt að segja að"skítkast"eigi ekkei upp á pallborðið hjá þeim heldur.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Eitt enn.Þessi samlíking við knatspyrnumannin fannst mér fyndin.Það er gott að hafa humorinn í lagi

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 13:24

4 Smámynd: Haukur Viðar

Það er líka eitt að skvetta málningu á stofnanabyggingar og annað á hús Jóns úti í bæ.

Saving Iceland hafa enn ekki skvett málningu á heimili eins né neins, nema þá að íslenski ræðismaðurinn í Edinborg sofi á sófanum á skrifstofu sinni. 

Haukur Viðar, 26.7.2007 kl. 02:59

5 Smámynd: Quackmore

Ég vil góðfúslega benda á að á umræddri síðu (Depilhogg.com) er er eftirfarandi klausa [feitletrun er mín]:

"Samtökin neita aðild að því að hafa slett málningu á Athygli, sé það rétt er þessum orðum einnig beint til allra þeirra sem styðja og/eða framkvæma lögbrot og þykir það réttlætanlegt vegna náttúruspjalla á hálendinu. "

Á dindilhogg.com má  líka sjá að málningarmálið er ekki það eina sem sett er út á samtökin.

Ég þekki fólk sem styður málstaðinn en getur ekki hugsað sér að láta tengja sig við samtökin Saving Iceland. 
En kannski erum við "hin" auðvaldslið í sálu, þó við séum það engan veginn á launaseðli.

Quackmore, 26.7.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband