Leita í fréttum mbl.is

Refsing fyrir hórdómsiðkun.

Að afloknu sumri gjörðust nætur langar og dimmar með djúpu regni og skýjafari. Það var eina slíka, að Drottinn Guð Alsherjar vitraðist Kolbeini í draumi og lagði honum blátt bann við að spenna frúna í næsta húsi. Þegar Kolbeinn vaknaði var hann strax staðráðinn að virða orð Skapara síns að vettugi því hann girntist ákaflega umrædda frú og notaði hvurt tækifæri til að drýgja með henni hór. Síðdegis þann sama dag áttu þau stefnumót í bárujárnsklæddri skemmu, hvar í var geymd skreið. Þrátt fyrir ókræsilega aðstöðu þar innan um þurrkaða þorskfiska, töldu þau sig sæmilega óhult þar við skemmtiiðkan sína. En þetta örlagaríka síðdegi fékk Kolbeinn að reyna hvað það kostar að óhlýðnast Hymmnaföður dýrlegum, því án viðvörunar bast þekjan og yfirsteyptist þau. Og á meðan þau lágu þar öskrandi og veinandi og öngviti nær, stórslösuð og ósjálfbjarga, sat Drottinn Guð Almáttugur á skrifstofu sinni á Hymmnum Hátt og glotti með sjáfum sér.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband