Leita í fréttum mbl.is

Frú Ingveldur og hershöfðinginn.

Þegar Ingveldur kom heim frá útlöndum hafði hún með sér gullsnúraðann þriggja stjörnu hershöfðingja. Þetta var þéttur maður á velli, einlægt með harðsvíraðann grimmdarsvip á trýninu, nema þegar fyrir augu hans bar kvenfólk sem vakti girnd hans, en undir þeim kringumstæðum varð hann eins og hver annar auðvirðilegur lostahrókur í framan. -Hann slefar, helvítis hundurinn, sagði faðir Ingveldar við konu sína. - Henni heldég hefði verið nær að halda sig við djöfulinn hann Kolbein þó hann sé veslingur og fáviti. Á meðan hershöfðinnginn dvaldi að Ingveldi, gerði hann það ekki endasleppt og varð þar af leiðandi ekki stétt sinni til skammar. Það kom nefnilega upp úr dúrnum, að hershöfðinginn var, vægast sagt, viti sínu fjær af saurlifnaðarórum. Og það sem verra var: Hann hneigðist ekki einungis til kvenna, heldur að körlum líka. Hann var, eins og það er kallað ,,á báðum áttum." Þennan óviðfeldna eiginleika hershöfðingjans mátti faðir Ingveldar reyna þegar hann lá hálfur undir bílnum sínum og var að gera við. Eftir þá uppákomu gerðust veður válynd kringum hershöfðingjann. Var og viðkomandi sendiráði kunngerð franganga hans og uppátæki, sem leiddi til þess að hershöfðinginn var sendur af landi brott og í herfangelsi, en sendiherrann gekk á fund föður Ingveldar og bað hann innilegrar afsökunar á ónæðinu fyrir hönd þjóðar sinnar. En þegar þar var komið sögu hafði Ingveldur séð sig um hönd og var á nýjan leik háttuð ofan í rúm hjá Kolbeini   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband