Leita í fréttum mbl.is

Sægreifi nær drukknaður í rotþró.

Um helgina varð sá fáheyrði atburður, að frægur kvótagróssér féll ofan í opna rotþró við sumarbústað og var nær drukknaður þar niðrí. Erfiðlega gekk að bjarga manninum því þróin er mjög djúp og sá hinn niðurfallni og þeir sem reyndu björgunaraðgerðir uppi á bakkanum áttu það sammerkt að vera mjög ölvaðir. Eftir nær tveggja tíma veru í rotþrónni, bar að þrjá alsgáða menn sem tókst að bjarga sægreifanum upp úr, en hann var þá mjög aðfram kominn, enda náði innihald þróarinnar honum upp fyrir geirvörtur og hann búinn að súpa af kræsingunum.

Tildrög hrakfara sægreifans voru, að hann var gestkomandi í sumarbústað þar sem nýbúið var að grafa upp rotþró sem til stendur að endurnýja. Í sumarbústaðnum var glatt á hjalla með sumbli og gítarspili. Eitthvað mun sægreifinn hafa þurft að draga að sér hreint loft, því hann stóð upp í miðjum fjöldasöng og ráfaði bak við hús með fyrrgreindum afleiðingum.

Hefði allt farið á versta veg í þessu tilfelli og sægreifinn beðið bana í rotþrónni, væru nokkur þúsund tonn af kvóta í uppnámi sem og sjávarþorpið sem sægreifinn gerir báta sína út frá.

Þess ber þó að geta, að það er mál manna, að farið hafi fé betra þó sægreifinn hefði borið beinin í þrónni; það hefði í mesta lagi orðið mannslát en ekki mannsskaði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Djísös Kræst.

Góður pistill sem mætti útfæra frekar í ógeðslega smásögu.  

Baldur Fjölnisson, 30.7.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vá aumingja kallinn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.7.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góð saga, en þetta er hrár sannleikur.

  kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband