Leita í fréttum mbl.is

Að moka miljörðum í blóðbað og mannhatur.

Það setur ævilega að mér kaldan hroll þegar ég les frétt sem þessa, þar sem greint er frá svo miklu mannhatri og fyrirlitningu í garð heimsins sem raun ber vitni. Hvernig í djöflinum stendur eiginlega á að bandaríkjamenn skuli ítrekað voga sér að storka heimsbyggðinn, hvað eftir annað á herfilegasta máta - og komast upp með það? Hvernig ber eiginlega að túlka athæfi eins og að dæla 30 milljörðum bandaríkjadala til hernaðaruppbyggingar hryðjuverkaríkisins Ísrael ? Er markmiðið að aðstoða Ísraelsmenn til að útrýma palestínufólki í eitt skipti fyir öll? Er þetta ef til vill framlag glæpamafíunnar í Hvíta húsinu til að vinna að hinni ,,endanlegu lausn á palestínuvandamálinu?"

Það er hræðilegt til að vita, að íslensk stjórnvöld skuli alltaf boðin og búin, nótt sem nýtan dag, að styðja siðlaust glæpafólk og hryðjuverkamenn eins og Georg Bush og Kondólessu Ræs. Við erum enn hnýtt á klafa hinna viljugu þjóða gagnvart blóðbaðinu í Írak. Þar um hafa bólfarir Samfylkingarinnar við Íhaldið engu breytt.

Það heitir víst óraunsæi, eða eitthvað þaðan af verra, gera kröfu til þess að íslendingar fari að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu, óháða auðvaldinu í heiminum. En hvað sem því óraunsæi lýður, geri ég slíka kröfu og veit að ég er ekki einn á báti hvað það varðar. 


mbl.is Bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum veitt fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta nána samband íhalds við BNA er það sem á máli kvenna er kallað "að fá í hnén." þegar þær sjá álitlegan mann.

Árni Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband