Leita í fréttum mbl.is

Protan í Rúmeníu og sægreifarnir.

Það þykir nú ekki í frásögur færandi þegar útgerðarfyrirtæki á Íslandi láta sjómenn sína varpa fiski í sjóinn, hvort heldur það er í 47 tonna vís eða þúsunda tonna vís. Miðað við þau ósköp blikna þessi skitnu 47 tonn af dýraskrokkum sem fundust í útjaðri Búkarest. Það er þó einn grundvallar munur á gírugu brottkasti kjaftagleiðra íslenskra sægreifa og fyrirtækisins Protan í Rúmeníu, sem losaði sig við hræ af dýrum á víðavangi, en það er að hinn dauði brottkastaði fiskur er falinn á hafsbotni þar sem enginn sér hann, meðan dýrahræin lágu fyrir allra augum.
mbl.is Rotnandi hræ í tonna tali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Guðmundsson

jói það er orðin svo úldin þessi lygasaga manna einsog þíns um brottkast að manni verður flökurt.

Svanur Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekkert annað, er brottkastið þá ein alsherjar lygasaga? Ef svo er, þá eru þeir ansi margir lygararnir, sem segjast sjálfir hafa tekið þátt í brottkastinu fyrir kvótafíklana. En svo má líka vel vera, að ef menn hrópa nógu hátt og lengi lygi ,lygi, að sannleikurinn um brottkastið hættir að vera sannleikur.

Jóhannes Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Valla

Ætlaði að segja svo mikið um færslu Svans G, en er orðlaus yfir hvað hann er úldin.  Ákvað bara að segja mér er flökurt

Valla, 1.8.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ja allstaðar er hægt að koma rógi um íslenska útvegsmenn að. Meira að segja í frétt um úldin dýrahræ frá Rúmeníu. 

Snorri Hansson, 1.8.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband