Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það hefur sýnt sig hvað eftir annað í skoðanakönnunum, að íslenska þjóðin er að miklum meirihluta andvíg núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Niðurstöður þessara skoðunarkannanna koma svo sem engum á óvart, myndin sem blasir við landsmönnum af aðförum stjórnvalda og útvegsmanna í þessum málaflokki er svo himinhrópandi, að fáum fær dulist hvað þarna er á ferðinni í raun og veru. Og þar sem um það bil þrír fjórðu landsmanna eru á móti kvótakerfinu og vilja það burt, ætti Alþingi að sjá sóma sinn í því að leggja þetta mál í dóm kjósenda sjálfra og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það. Það sér náttúrlega hver heilvita maður, að jafn mikilvægt mál fiskveiðistjórnun er ekki forsvaranlegt að reka ár eftir ár með stjórnvaldsofbeldi, þvert gegn vilja u.þ.b. 75% þjóðarinnar.

Það er því ekki eftir neinu að bíða lengur með að láta þjóðina sjálfa kjósa beint um hið illræmda fiskveiðistjórnunarkerfi. 


mbl.is Meirihluti Íslendinga óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála, kvótakerfið í atkvæðagreiðslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband