Leita í fréttum mbl.is

Vaknaði við ókunna hönd ofan í nærbuxum sínum.

Fyrir aldarfjórðungi var Aribjörn karlhólkurinn, sem þá var á lang-besta aldri, handtekinn og færður í gæsluvarðhald, ásakaður fyrir ekki minni glæp en að hafa brotist að næturlagi inn á heimili frú Ingveldar og Kolbeins þegar þau voru í fastasvefni. Sagan segir, að Kolbeinn hafi þessa nótt vaknað, þar sem hann lá undir sæng í rúmi þeirra hjóna, við ókunna hönd ofan í nærbuxum sínum. Kolbeinn ákvað á láta kyrrt liggja um stund og sjá hverju fram færi. Hann þurfti þó ekki bíða lengi, því eftir nokkrar þreifingar og þukl ofan í nærbuxunum var hinni ókunnu hönd kippt snögglega í burt og Kolbeinn heyrði að einhver tautaði við sjálfann sig í myrkrinu: Puufffs ... andskotinn ... þetta er ekki hún ! Þá var Kolbeini nóg boðið og hann kveikti ljósið á náttborðslampanum og hringdi síðan í Hálfdán lögregluvarðstjóra, sem kom að vörmu spori ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband