Leita í fréttum mbl.is

Pínulitlar framsóknarmaddömur ganga aftur.

Ja hvur bröndóttur, eru ekki nema framsóknarkvinnur komnar á stúfana - og í þetta sinn eins og draugar úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Og auðvitað eru þetta ekkert nema reimleikar því Framsóknarflokkurinn sem slíkur steindó í vor; það voru einhver hjartahlý góðmenni sem gengu fram á hræið af andaðri Framsóknarmaddömunni á flötinni fyrir framan Stjórnarráðið í vor og báru það til moldar í kyrrþey.

En nú hafa semsagt borist af því fregnir, að fáeinar pínulitlar framsóknarmaddömur séu gengnar aftur og hafi hug á að halda landsþing þann 18. ágúst. Það verður eflaust hinn snotrasti andafundur og trúlega fróðlegt fyrir skyggna íslendinga að líta þar við á ráfi sínu á Menningarnótt Reykjavíkur, sem einmitt verður haldin sama dag og pínulitlu framsóknarmaddömurnar fara á stjá.


mbl.is Býður sig fram til formennsku í Landssambandi framsóknarkvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Leynist ekki örlítið kaupfélagsgen í okkur öllum, þessvegja stinga rótarskotin sér upp aftur og aftur.  Þetta mun gerast á meðan bannað er að eitra fyrir þeim.

Svo Jóhannes, er alltaf gaman að fylgjast með þeim bæði í Kópavogi og annarstaðar.

Það kryddar lífið að hafa Framsóknarflokkin með,þ.e.a.s. sé hann nógu andskoti lítill
 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.8.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ekki er lakara að hafa hann afturgenginn í smáum stíl. En ég vona samt innilega að Halldór Ásgrímsson gangi ekki aftur, slíkur Þorgeirsboli og kvótadraugur sem hann er.

Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband