Leita í fréttum mbl.is

Uggvænleg predikun um áfengisbölið.

Þegar þar kom í predíkun síra Baldvins að hann beindi orðum sínum að áfengisbölinu, sagði hann meðal annars: - Þeir sem leita sáluhjálpar í áfengum drykkjum og  öðru þvíumlíku fara villir vega. Dettur ef til vill einhverjum í hug, að Drottinn sé í felum oní brennivínsflösku? ... Það mætti halda það. En ég segi: Þeir sem það halda, slíkir eru íllgrési þjóðanna og skulu upprættir verða og á bál bornir. Því sannleikurinn er sá, að Drottni er illa við vínsvelgi. Meinilla. Og bregður fyrir þá fæti hvað og hvunær sem honum gefst tækifæri til. Við að heyra þessi orð í prédíkun síra Baldvins, stóð Eggert upp og gekk með þjósti á dyr. - Ég læt sko ekki þennann helvítis gaur útata mig í lýgi og skepnuskap, hvíslaði hann að manni nokkrum á aftasta bekk, um leið og hann skellti kirkjuhurðinni dáyndisfast á eftir sér. En Eggert komst ekki langt, því honum varð óforvandis fótaskortur á pallinum framan við dyrnar og steyptist út af kirkjutröppunum og ofan í forina þar fyrir neðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband