Leita í fréttum mbl.is

Hræsnisbelgingur verkalýðshöfðingja.

Það er enginn smá belgingur í Kristjáni Gunnarssyni krýndum foringja verkafólks á Íslandi þessa stundina. Kristján þessi, sem kunnur er af klofningsiðju innan samtaka verkafóks og ætti sem slíkur hvergi að koma að stéttarbaráttu og kjarabaráttu, virðist nú í óða önn við að telja fólk trú um að hann hafa rankað eitthvað við sér gagnvart fólkinu sem hann hefur framfærslu af að vinna fyrir. Nú þykist drjólinn heyra einhverja ,,tóna" um væntingar verkafólks um hærri laun í næstu kjarasamningum. Og allt í einu virðist verkalýðshöfðinginn verða var við gremju og bálíllsku fólks vegna aukinnar stéttarskiptinar. En því miður er það svo, að þó að Kristján Gunnarsson og framsókaragentinn Björna Snæbjörnsson á Akureyri þykist hafa heyrt einhverjar gremjuraddir í fátæku verkafólk síðustu daga, er ekki þar með sagt að þeir geri nokkurn skapaðann hlut með viðhorf umbjóðenda sinna. Betur gæti ég trúað að Flóabandalagið, undir stjórn Kristjáns ,,verkalýðssinna" og hinnar lítilssigldu og litlausu Eflingar-elítu falli undirgefin í faðm Vilhjálms Egilssonar og þeirra hinna hjá atvinnurekendasamtökunum og skrifi fúslega undir kjarasamning sem atvinnurekendum er að skapi, en alþýðan, verkafólkið, sitji eftir með sárt ennið í sinni skuldasúpu eins og venjulega. 
mbl.is „Við viljum hærri laun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband