Leita í fréttum mbl.is

Húmoríski samfylkingarjólasveinninn Viðskiptastúfur opnar Sögukapítal

Mikið fjári er hann gáskafullur á svipinn húmoristinn mikili, sem Samfylkingin boraði af eiskærri gamansemi í stól viðskiptaráðherra, þar sem hann er að klippa á borða, eða eitthvað því um líkt, fyrir fjáfestingabankann Sögukapítal. Það hlýtur vera eftirsókarvert hlutskipti fyrir viðskiptastúf á borð við Björgvin þenna, sem hefur, að minnsta kosti af og  til þóst vera vinstrisinni í pólitík, að hlaupa blaðskellandi um til að fagna með einhverjum kapítalískum ævintýraspéfuglum. Svona háttalag Björgvins viðskiptastúfs og fleiri jólasveina af samfylkingarættum, sýnir svo ekki verður um vills hverskonar drullusokkaflokkur Samfylikingin er. Vilji svo óhönduglega til, að einhverjir vinstrimenn með stóru Vaffi leynist innar áminnstrar Samfylkingar, skora ég á þá að yfirgefa það subbusamkvæmi hið snarasta, þar eð Vinstrimenn eiga engan veginn heima í kapítalistasamfylkingu frú Ingbjargar, herra Möllers og hinna ruglustrumpana. 
mbl.is Nýr fjárfestingabanki opnaður á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jóhannes !

Þakka þér, að vanda; rökvís og skilvís skrif. Jú, jú...... með eindæmum, hversu leiðitamur drengurinn frá Skarði, í Eystri- Hrepp er, í viðvikum sínum, til dýrðar frjálshyggju haughúsmentinu. Er, Björgvin; reyndar;; Snæfellingur góður;, af hinu mætasta fólki kominn, en...... það er eins og þessi vábeiða Ingibjargar Sólrúnar og þeirra Össurar hafi, sem fyrr komið huliðsjhúp forögtunarinnar yfir þennan ágæta dreng, því miður.

Þið Vinstri menn, hverjir enn finnast; á landi hér, eruð velkomnir í þungavigtarsveit félaga minna, í hinum Frjálslynda flokki glaðværðar og fölskvalauss hlýleika, en...... Jóhannes minn ! Skiljið Þistilfirðinginn eftir, á engjum Gunnarsstaða, í hans óumbreytanlegu  hræsni og yfirdrepsskap.

Með eðalkveðjum, í ríki Bárðar Snæfellsáss; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband