Leita í fréttum mbl.is

Aumingjaskapur eykst til sjós.

Ég hef nú bara sjaldan eða aldrei, heyrt af öðrum eins vesaldómi; að rjúka í land þó að einhver stingi sig á öngli ! Þvílík smán ! - þvílík hnignun ! - þvílíkur aumingjaskapur ! Í mínu ungdæmi hefði engum skipstjóra dottið svona erkifirra í hug. Þegar ég var til sjós, einhvern tímann á síðustu öld, kom stundum fyrir að menn fengju öngul í gegnum fingur eða hendi. Við þessháttar óhappi var ævinlega brugðist á paktískan hátt, með því að fjarlæga öngulinn með viðeigandi verkfærum, svo sem klípitöng, naglbít og járnsög. Stundum kom fyrir að krókurinn var svo þrælslega fastur í beini, að venjuleg ráð dugðu ekki sem skyldi og var þá farið með viðkomandi niður í vélarrúm og höndin á honum sett í skrúfstykki meðan önglinum var kippt úr. Síðan hélt hinn slasaði áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist. Skipstjóri sem hefði farið í land úr miðjum róðri af þeirri ástæðu einni að öngull stæði fastur í háseta, hefði hér á árum áður verið tekinn úr umferð og færður í umsjá geðlækna. 
mbl.is Festi öngul í fingrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Borgarbarn... bara hlýtur að vera

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.8.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: ViceRoy

Held þetta sé ekki lengur spurning um aumingjaskap, fer auðvitað eftir aðstæðum hversu slæmt sárið sé, nálægt taug, miklar blæðingar, hreyfigeta lítil o.s.frv.

Held þetta sé orðið spurning um heilbrigða skynsemi varðandi bótaskyldu og jafnvel málaferli. Missi maðurinn fingurinn, fái slæma sýkingu eða einfaldlega verði fyrir taugaskemmdum í fingri sem verði til þess að hann verði ónothæfur (fingurinn þ.e.a.s.), er útgerð væntanlega skyldug til þess að greiða bætur og skipperinn fær væntanlega sekt fyrir að bregðast rangt við. Gætu verið ástæður aumingjaskapsins.

Auk þess auðvitað í gamla daga voru jú menn miklu harðari af sér, sérstaklega þá sjómenn, unnu heilu dagana án svefns og höfðu ekki þessar vinnuaðstæður sem eru við lýði á sjó í dag. Við horfum á Rússneska togara í dag sem bölvaða ryðdalla og viðbjóð, en ég býst við að þeir hefðu þótt fínustu dallar (kannski fyrir utan allt ryðið) í den.

Tímarnir breytast og mennirnir með, sé þjóðfélagið mjúkt og tímarnir líka, þá eru það flest fólk líka því miður. 

ViceRoy, 27.8.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, þetta er spurning um púra-aumingjaskap. Í gamla daga þegar ég var til sjós með þeim fræga skipstjóra Þorgarði Þorgarðssyni kynntist ég ýmsu sem þykir lygilegt í dag. Þorgarður skipstjóri var kappsamur með afbrigðum og lét nánast ekkert stöðva sig. Fyrir utan að draga öngla og gogga úr mönnum, dró hann úr þeim tennur þegar þess þurfti með, saumaði þá saman sem skáru sig illilega og sprautaði þá sem fengu lekanda með pensilíni. Margar fleiri listir lék Þorgarður skipstjóri, sem of langt væri upp að telja, og missti hann þó aldrei mann alla sína skipstjóratíð. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held ég taki undir með Sæþóri. Ég var á frystitogara í 9 ár og fljótlega eftir að ég byrjaði var haldin einhverskonar málamynda björgunaræfing. Farið yfir helstu öryggisatriði á handahlaupum, okkur sýnt hvar ýmsir hlutir voru o.s.fr.v. Sumir hlógu og fannst þetta bölvuð tímaeyðsla. Skömmu áður en ég hætti (1998) var farið mun nákvæmar yfir hlutina. Tímanna tákn. Menn geta alveg verið menn með mönnum þó þeir sýni smá skynsemi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki minnist ég þess, að nokkur maður hafi svo mikið sem þorað að ýja að því að Þorgarður hafi komið með öngulinn í rassgatinu í land. Hinsvegar kom hann oft í land með skip sitt lunningarfullt af fiski og karlana sofandi í fiskkösinni. Það voru sko dýrðardagar get ég sagt ykkur og ekki var dregið af sér við löndunina þegar tekist hafi að binda bátinn við bryggju.

Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband