Leita í fréttum mbl.is

Tíkarsynir bandarískra stjórnvalda.

Ég hef ekki nokkra trú á, að bandarísk stjórnvöld hafi í raun og veru áhuga á að handsama eða lóga uppeldissyni sínum Ósama bin Landen, sé hann ekki dauður nú þegar. Það er nefnilega óborganlegt að eiga í handraðanum holdi klæddan óvin, sem alltaf er hægt að ota fram þegar þarf að réttlæta ýmiskonar glæpaverk, eins og til dæmis árásir á þjóðir sem eru svo óheppnar að hafa olíulindir í einhverjum mæli innan landamæra sinna. Við megum heldur ekki gleyma, að Saddam nokkur Hússein var um langt skeið tíkarsonur bandarískra stjórnvalda og var sem slíkur notaður til að herja á Íran eftir fall keisarakóngsins sem gegnt hafði hlutverki lepps bandaríkjamanna í Íran. 
mbl.is Bandaríkjamenn náðu næstum bin Laden árið 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það þýðir ekki nokkurn skapaðann hlut fyrir bandaríkjamenn og þeirra fylgdarlið að afneita króganum Osama og tengslum þeirra við bin Laden fjölskylduna. Í þessu skemmtilega tilfelli sannast á bandarískum stjórnvöldum, að það er heldur seint í rassinn gripið þegar skíturinn er kominn í buxurnar. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.8.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband