Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur og VG sniðganga verkalýð og stéttarbaráttu.

Það er fremur sjaldgjæft að ég sé sammála Staksteinum Moggans. En síðastliðinn laugardag bregður svo við, að ég get ekki annað en tekið undir staksteinapistil þar sem félaga Steingrími J. og hans vinum í VG er lýst sem hreinum og beinum glópum varðandi óskiljanlegt stefnuleysi þeirra á sviði verkalýðsbaráttu, sem ætti aða öllu eðlilegu að vera grundvallaratriði hjá stjórnmálaflokki sem kallar sig ,,vinstrihreyfingu" og segist í orði kveðnu vera ,,róttækur vinstriflokkur." En gefum Staksteinum orðið: ,,Steingrímur J. gerði þessu grundvallaratriði engin skil. VG sýnir þessu engan áhuga. Hvað er orðið um hugsjónir þess fólks, sem skipar raðir VG? Er engin tilfinning lengur í þessum flokki fyrir hagsmunum alþýðu manna á Íslandi? Snýst pólitíkin bara um af hverju VG tapaði, hversu vond Samfylkingin er og að VG sé orðinn þriðji stærsti flokkur þjóðarinnar? Vinstri grænir eru ráðvilltur og stefnulaus flokkur. Því miður. Þeir vita ekki hvar þeir eru og hvert þeir eiga að fara. Allra sízt formaðurinn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég verð því miður að vera sammála bæði þér Jóhannes og Staksteinum Moggans vegna andvaraleysis VG gagnvart alþýðu þessa lands. Sérstaklega má nefna áhugaleysi á kjaramálum hjá ófaglærðu verkafólki. Þessu verður að breyta ef þeir VG ætla áfram að teljast raunhæfur kostur  fyrir verkalýðinn á Íslandi í dag. 

Þorkell Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband